Afríka

Macron ræddi við Kagame

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Pauul Kagame, forseti Rúanda, ræddust við í New York í gærkvöld. Fundurinn þykir merkilegur fyrir þær sakir að stirt hefur verið milli ríkjanna frá fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, en Kagame hefur sakað  ...
19.09.2017 - 10:59

Fengu þunga dóma fyrir fílabeinaeign

Dómstóll í Tansaníu hefur dæmt níu manns í að minnsta kosti 25 ára fangelsi fyrir að hafa haft undir höndum ólögleg fílabein. Stjórnvöld í landinu vilja með þungum dómum draga úr veiðiþjófnaði í landinu.
16.09.2017 - 21:46

77% barna á flótta yfir Miðjarðarhaf misþyrmt

Ríflega þremur af hverjum fjórum börnum og ungmennum sem freista þess að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið er misþyrmt á leiðinni. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða fólksflutningastofnunin upplýsa þetta í skýrslu um málefni barna á flótta...

25 létust í rútuslysi í Kongó

25 dóu og 57 slösuðust, flestir alvarlega, þegar rúta valt á aðalþjóðveginum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á sunnudag. Slysið varð á þjóðvegi 1, skammt frá bænum Kikwit í suðausturhluta landsins, en rútan var á leið þaðan til höfuðborgarinnar...
11.09.2017 - 03:36

530 hafa dáið úr kóleru í Kongó

Um 530 manns hafa dáið úr kóleru í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó það sem af er ári, samkvæmt upplýsingum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að mikil og skjót útbreiðsla faraldursins síðustu vikur sé afar...
10.09.2017 - 02:16

Grunaðir vígamenn handteknir

Yfirvöld á Spáni og í Marokkó hafa handtekið sex herskáa íslamista sem voru að undirbúa stórfelld hryðjuverk. Þetta sagði í tilkynningu sem innanríkisráðuneyti Spánar sendi frá sér í morgun.
06.09.2017 - 09:04

Stjórnarandstæðingar fagna í Kenía

Stjórnarandstæðingar í Kenía fagna niðurstöðum hæstaréttar landsins sem í morgun ógilti úrslit forsetakosninganna í nýliðnum mánuði og fyrirskipaði að kosið yrði á ný. Hæstiréttur tók undir yfirlýsingar frambjóðanda stjórnarandstöðunnar um misferli...
01.09.2017 - 11:50

Kjósa þarf aftur í Kenía

Hæstiréttur Kenía hefur lýst ógild úrslit forsetakosninganna í landinu í nýliðnum mánuði og fyrirskipað að kosningarnar skuli endurteknar innan tveggja mánaða.
01.09.2017 - 09:23

Biskup bjargar múslimum

Kaþólskur biskup, Juan José Aguirre Munoz, hefur veitt um 2.000 ofsóttum múslimum hæli í prestaskóla í borginni Bangassou í Mið-Afríkulýðveldinu. Biskupinn segir að múslimarnir séu í lífshættu vegna ofsókna kristinna vígamanna.
31.08.2017 - 11:49

Buhari aftur við stjórn í Nígeríu

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, stýrði í dag ríkisstjórnarfundi í fyrsta skipti fimm mánuði og heilsaði upp á kvennalandsliðið í körfuknattleik sem sigraði í Afríkukeppninni um síðustu helgi. 
30.08.2017 - 13:49

Vígamenn stöðva olíuframleiðslu

Vígamenn hafa stöðvað olíuframleiðslu á þremur vinnslusvæðum í vesturhluta Líbíu og hefur heildarframleiðslan í landinu minnkað um þriðjung.
30.08.2017 - 11:43

Fjölskyldur eiga rétt á útskýringum

Mannréttindasamtökin Amnesty krefjast þess að stjórnvöld í Nígeríu rannsaki óútskýrð mannshvörf í landinu. Benda samtökin sérstaklega á hvarf um 600 sjíta-múslima sem ekkert hefur spurst til.
30.08.2017 - 05:52

Banna sölu og notkun á plastpokum

Bann við burðarplastpokum í verslunum hefur tekið gildi í Kenía. Ástæðan er að alvarleg plastmengun ógnar nú náttúru og lífríki landsins. Hörð viðurlög liggja við því að brjóta bannið. Frá og með deginum í dag getur hver sá sem staðinn verður að því...
28.08.2017 - 07:45

Átta fórust í aurskriðu við gullnámu

Átta fórust í aurskriðu sem varð við gullnámu í Búrkína Fasó í gær og fimm slösuðust. Yfirvöld upplýstu þetta í dag. Skriðan féll í kjölfar mikilla rigninga, en náman er nærri bænum Gogo í samnefndri sýslu í suðurhluta landsins. Hinir látnu voru...
27.08.2017 - 22:18

3,8 milljónir á flótta í Kongó

Allt að 3,8 milljónir flóttafólks eru á hrakningum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, nær tvöfalt fleiri en fyrir hálfu ári, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Verst er ástandið í Kasai-héraði, þar sem 1,4 milljónir hafa...