Erlent

Fengu 1,5 milljón atkvæða stjórnarflokkanna

Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, verður að öllum líkindum kanslari fjórða kjörtímabilið í röð en hún og flokkur hennar eru mun veikari en áður eftir þingkosningar í Þýskalandi í dag. Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra fékk...

Árangri þjóðernissinna fagnað og mótmælt

Andstæðingar þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland efndu til mótmæla í Berlín og Frankfurt í kvöld vegna kosningasigurs flokksins. Forystumenn Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi og Frelsisflokksins hollenska fögnuðu hins vegar niðurstöðum...

Skotárás við kirkju í Tennessee

Kona var skotin til bana og að minnsta kosti sex særðust þegar maður hóf að skjóta úr skammbyssu sinni í dag utan við kirkju í bænum Antioch, í grennd við borgina Nashville í Tennesee í Bandaríkjunum. Skotmaðurinn særðist þegar hann var handtekinn...
24.09.2017 - 18:58

Katalónar telja að atkvæðagreiðslan sé ólögleg

Meirihluti íbúa Katalóníu telur að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði héraðsins sé ólögleg. Langflestir telja að best sé að leysa deiluna með því að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna með samþykki spænskra stjórnvalda.
24.09.2017 - 16:56

Þýskaland: Kristilegir demókratar sigruðu

Kjörstöðum í Þýskalandi vegna sambandsþingkosninganna var lokað klukkan fjögur. Fyrstu útgönguspár bendir til þess að Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, og systurflokkur hans í Bæjaralandi, hafi farið með sigur af hólmi og...

Leikmenn NFL-deildarinnar senda skýr skilaboð

Fyrsti leikur NFL-deildarinnar í dag er leikur Baltimore Ravens og Jackson Jaguars en hann fer fram á Wembley leikvanginum í Englandi en deildin vill reyna stækka markhóp sinn. Fyrir leik dagsins sendu leikmenn beggja liða skýr skilaboð til forseta...
24.09.2017 - 14:35

Þýskaland: Merkel virðist örugg um sigur

Kjörstaðir í Þýskalandi voru opnaðir klukkan sex í morgun. Kosið er til Sambandsþings í dag. 61,5 milljónir manna eru á kjörskrá. Skoðanakannanir að undanförnu benda til þess að flokkur þjóðernissinna, Annar valkostur fyrir Þýskaland, AFD, verði...

Íþróttastjörnur taka Donald Trump til bæna

NBA-stjörnurnar LeBron James og Stephen Curry ásamt NFL-leikmanninum LeSean McCoy eru í hópi þeirra íþróttamanna sem hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. á fjöldasamkomu á föstudag. Trump sagði á fjöldasamkomunni að liðin í bandarísku...
24.09.2017 - 10:54

Sjálfsvígsárás á danska hermenn

Þrír almennir borgarar særðust í dag í sjálfsvígsárás á bílalest hermanna Atlantshafsbandalagsins í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Í bílalestinni voru danskir hermenn. Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn staðfestir að engan þeirra hafi sakað.
24.09.2017 - 10:39

Mótmæltu hótunum Bandaríkjaforseta

Hundrað þúsund manns söfnuðust saman í dag í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, og mótmæltu hótunum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að ráðast á landið. Að sögn ríkisfréttastofunnar KCNA voru lesin upp skilaboð frá Kim Jong-un, leiðtoga landsins...
24.09.2017 - 10:25

Róhingjar fá ekki að kaupa símakort

Símafyrirtækjum í Bangladess hefur verið bannað að selja flóttamönnum úr minnihlutahópi Róhingja kort í farsímana sína. Þetta er gert af öryggisástæðum, að því er AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni í fjarskiptaráðuneyti landsins.
24.09.2017 - 08:45

34.000 hafa flúið eldfjallið Agung

Yfir 34.000 manns hafa nú neyðst til að flýja heimili sín umhverfis eldfjallið Agung á indónesísku eyjunni Balí, þar sem mikil hætta er talin á að eldgos hefjist þá og þegar. Talsmaður Almannavarna á Balí segir rýmingu standa yfir og á von á að enn...
24.09.2017 - 07:34

Þjóðverjar kjósa til þings

Kjörstaðir í Þýskalandi voru opnaðir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, en þingkosningar fara fram þar í landi í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra í Bæjaralandi fái á bilinu 34 - 36 prósent...

Fimm dóu í eftirskjálftanum á laugardag

Fimm létu lífið í öflugum eftirskjálftanum sem reið yfir miðhluta Mexíkós í gær, laugardag. Skjálftinn, sem var 6,2 af stærð, olli mikilli skelfingu meðal fólks, sem margt er enn í losti eftir stóra skjálftann sem varð á þriðjudag og kostaði yfir...
24.09.2017 - 05:52

Skjálftinn ekki vegna nýrrar kjarnorkusprengju

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5, sem varð í Norður-Kóreu á laugardag, var ekki afleiðing nýrrar kjarnorkusprengingar, eins og óttast var. Jarðskjálftamiðstöð Kína sendi frá sér tilkynningu þessa efnis síðla laugardagskvölds. Þar segir að skoðun og...
24.09.2017 - 03:54