Evrópa

Árangri þjóðernissinna fagnað og mótmælt

Andstæðingar þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland efndu til mótmæla í Berlín og Frankfurt í kvöld vegna kosningasigurs flokksins. Forystumenn Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi og Frelsisflokksins hollenska fögnuðu hins vegar niðurstöðum...

Þýskaland: Kristilegir demókratar sigruðu

Kjörstöðum í Þýskalandi vegna sambandsþingkosninganna var lokað klukkan fjögur. Fyrstu útgönguspár bendir til þess að Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, og systurflokkur hans í Bæjaralandi, hafi farið með sigur af hólmi og...

Þýskaland: Merkel virðist örugg um sigur

Kjörstaðir í Þýskalandi voru opnaðir klukkan sex í morgun. Kosið er til Sambandsþings í dag. 61,5 milljónir manna eru á kjörskrá. Skoðanakannanir að undanförnu benda til þess að flokkur þjóðernissinna, Annar valkostur fyrir Þýskaland, AFD, verði...

Þjóðverjar kjósa til þings

Kjörstaðir í Þýskalandi voru opnaðir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, en þingkosningar fara fram þar í landi í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra í Bæjaralandi fái á bilinu 34 - 36 prósent...

Biður Katalóna um að fresta kosningum

Formaður spænska jafnaðarmannaflokksins skorar á forseta heimastjórnar Katalóníu að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði héraðsins sem fyrirhugaðar eru um næstu helgi. Hann leggur til að menn setjist niður, komist að samkomulagi og efni...
23.09.2017 - 18:38

Skorar á Katalóna að hætta við kosningar

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, skorar á sjálfstæðissinna í Katalóníu að gefast upp og hætta við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins 1. október næstkomandi. Þeir viti að atkvæðagreiðslan sé óframkvæmanleg.
23.09.2017 - 16:28

Colin Firth orðinn ítalskur ríkisborgari

Colin Firth, sem þykir flestum öðrum kvikmyndaleikurum fremri við að leika hinn dæmigerða Englending, er orðinn ítalskur ríkisborgari. Innanríkisráðuneytið í Rómarborg greindi frá því í gær að Firth hefði verið veittur ítalskur ríkisborgararéttur. Í...
23.09.2017 - 16:21

Vofa Francos lifir

Stuðningsmenn Francos sem var einræðisherra á Spáni, halda enn um valdataumana á Spáni. Þetta segir Raül Romeva, utanríkisráðherra heimastjórnar Katalóníu í viðtali við RÚV. Hann er sannfærður um að þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði Katalóníu...
23.09.2017 - 15:14

Þjóðernissinnar sækja á í Þýskalandi

Þýski þjóðernisflokkurinn Alternative für Deutschland eða Annar valkostur fyrir Þýskaland gæti náð um sjötíu fulltrúum á sambandsþingið eftir kosningarnar á morgun. Allt bendir hins vegar til þess að íhaldsflokkarnir sem Angela Merkel leiðir,...

Skorar á Þjóðverja að mæta á kjörstað

Martin Schultz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi, skorar á Þjóðverja að mæta á kjörstað á morgun og greiða atkvæði í kosningum til sambandsþingsins. Með því móti segir hann að best verði dregið úr möguleikum þess að öfgaflokkurinn Alternative für...

Lánshæfismat Breta lækkað vegna Brexit-óvissu

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í kvöld lánshæfismat breska ríkisins vegna óvissu um efnahagsleg áhrif úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og þess að líkur séu á að ríkisfjármálin verði veikari eftir en áður. Lánshæfismatið lækkaði úr Aa1 í...
22.09.2017 - 22:29

Átján ára ákærður fyrir sprengjuárás

Átján ára karlmaður, Ahmed Hassan að nafni, var í dag ákærður í Lundúnum fyrir sprengjuárás í jarðlest í borginni fyrir viku. Þrjátíu særðust í árásinni. Að sögn Lundúnalögreglunnar er ungi maðurinn ákærður fyrir morðtilraun og að hafa notað...
22.09.2017 - 13:36

Einkaþota brotlenti á Atatürk flugvelli

Atatürk flugvöllur við Istanbúl í Tyrklandi lokaðist um tíma eftir að einkaþota brotlenti á vellinum seint í gærkvöld. Fjórir voru um borð, þriggja manna áhöfn og einn farþegi. Allir sluppu lifandi, en voru fluttir slasaðir á sjúkrahús að sögn...
22.09.2017 - 10:34

Mótmæla handtökum katalónskra embættismanna

Fjöldi fólks er saman kominn utan við hæstarétt í Barselóna og krefst þess að tólf katalónskir embættismenn verði látnir lausir. Þeir voru handteknir fyrir að taka þátt í að skipuleggja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu eftir rúma viku.
22.09.2017 - 09:38

Sjálfstæðissinnaðir embættismenn fá dagsektir

Stjórnarskrárdómstóll á Spáni hefur dæmt háttsetta opinbera starfsmenn í Katalóníu í dagsektir fyrir að undirbúa atkvæðagreiðslu um hvort Katalónía eigi að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði.
22.09.2017 - 08:03