Fótbolti

Öll stórliðin áfram í deildarbikarnum

Fimm leikir fóru fram í deildarbikarnum í knattspyrnu á Englandi nú í kvöld. Everton, Arsenal, Manchester City, Manchester United og Chelsea unnu öll sína andstæðinga.
20.09.2017 - 21:11

Óli Jó í einlægu viðtali: „Verð áfram í Val“

Ólafur Jóhannesson þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals fór um víðan völl í löngu viðtali við RÚV í dag. Ræddi hann meðal annars tímana með landsliðinu, hvernig það var að halda sínum mönnum á tánum fyrir leikinn mikilvæga gegn Fjölni,...
20.09.2017 - 18:43

Sampson hættur með enska kvennalandsliðið

Mark Sampson þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur látið af störfum í kjölfar ásakana um kynþáttafordóma. Sampson þverneitar allri sök og hefur verið hreinsaður af þeim ásökunum eftir tvær rannsóknir.
20.09.2017 - 15:00

Halldór og Milos áfram hjá Víkingi R.

Knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík hefur framlengt samninga við tvo af lykilmönnum meistaraflokks karla, þá Halldór Smára Sigurðsson og Milos Ozegovic og leika þeir því áfram með liðinu á næsta tímabili.
20.09.2017 - 09:57

Liverpool úr leik í enska deildabikarnum

Fjölmargir leikir voru á dagskrá í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Landsliðsmennirnir Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon voru allir í byrjunarliðum sinna liða.
19.09.2017 - 21:37

Alfreð lagði upp í sigri Augsburg

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Alfreð og félagar hans hjá Augsburg tóku á móti RB Leipzig.
19.09.2017 - 20:23

Þær dönsku lögðu Ungverja

Danska kvennalandsliðið í fótbolta lék í dag við Ungverja í undankeppni HM 2019. Lengi leit út fyrir að leikurinn færi ekki fram vegna deilu dönsku leikmannanna við danska knattspyrnusambandið, DBU.
19.09.2017 - 18:02

Þjóðverjar unnu nauman sigur

Leikið var í undankeppni HM kvenna í fótbolta í kvöld. Tékkland tók á móti Þýskalandi en liðin tvö eru með Íslandi í riðli 5.
19.09.2017 - 17:58

Fjórir næstu leikir Íslands allir á útivelli

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði undankeppni HM 2019 afar vel með 8-0 sigri á Færeyjum á Laugardalsvelli í gærkvöld. Ísland er í fimm liða riðli í undankeppninni og liðið sem vinnur riðilinn kemst á HM. Leikið er í sjö riðlum í...
19.09.2017 - 13:42

Elín Metta: „Reyni að lifa í nútíðinni“

Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk fyrir Ísland í 8-0 sigri á Færeyjum í forkeppni HM 2019 á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hrósar stuðningsmönnum.
18.09.2017 - 21:03

Víkingur R. vann í Ólafsvík

Víkingsliðin tvö, Víkingur Ólafsvík og Víkingur Reykjavík, mættust í lokaleik 20. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað til dagsins í dag vegna hávaðaroks í Ólafsvík í gær.
18.09.2017 - 18:40

8-0 sigur gegn Færeyjum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk fljúgandi start á leið sinni á HM í Frakklandi 2019. Færeyjar voru lagðar í fyrsta leik undankeppninnar, 8-0.
18.09.2017 - 17:29

„Vissi að við gætum þetta“

„Það er erfitt að lýsa þessu. Einu orðin sem ég er eiginlega bara að þetta sé æðisleg tilfinning,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í gærkvöld eftir 4-1 sigur á Fjölni í 20...
18.09.2017 - 14:43

Dönsku landsliðskonurnar munu spila á morgun

Leikmenn danska kvennalandsliðsins í fótbolta og DBU, Danska knattspyrnusambandið hafa komist að bráðabirgðasamkomulagi í þeim deilum sem þó hafa átt í. DBU og landsliðskonurnar hafa að undanförnu deilt um bónusgreiðslur og hvort landsliðskonurnar...
18.09.2017 - 12:37

Wayne Rooney sviptur ökuréttindum

Enski knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney kom fyrir dóm í dag, en Rooney var handtekinn 1. september fyrir ölvunarakstur. Rooney viðurkenndi brot sitt fyrir rétti og var í kjölfarið sviptur ökuréttindum í tvö ár.
18.09.2017 - 10:16