Á hverju liggja (...) - Guðrún Ingólfsdóttir

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar

Á hverju liggja (...) - Guðrún Ingólfsdóttir

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
24.04.2017 - 17:56.Jórunn Sigurðardóttir.Bók vikunnar
Bókaeign segir margt um eiganda sinn líka þegar hann er kona og konur á Íslandi hafa alltaf átt bækur ekki síður en karlmenn. Bók vikunnar er 20. sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar, bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld eftir Guðrúnu Ingólfsdóttur doktor í íslensku.

Umsjónarmaður þáttarins Bók vikunnar sunnudaginn 30. apríl er Auður Aðalsteinsdóttir og ræðir hún við þau Erlu Huldu Halldórsdóttur sagnfræðing og Guðvarð Má Gunnlaugsson, rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Hér má hlusta á Guðrúnu Ingólfsdóttur lesa annars vegar niðurlag þriðja kafla bókarinnar og úr fyrri hluta þess fjórða. Á milli lestranna má heyra viðtal við Guðrúnu um bókina og rannsóknina sem liggur til grundvallar.

„Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar,“ segir Arnar Arnæus þega hann dró Skáldu fram úr fleti kerlingarinnar á Rein og er í fullu samræmi við það hvar Árni Magnússon fann á sínum tíma dýrindishandrit í fórum landsmanna.  Guðrún Ingólfsdóttir íslenskufræðingur fetar í fótspor Árna  og samtímis því að nýta sér afrakstur æviverks hans, handritin en Guðrún dregur í bókinni Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar saman handritaeign íslenskra kvenna frá miðöldum og fram á 18. öld og greinir hvað úr þessari handritaeign má lesa. 

Hér má hlusta á þáttinn í fullri lengd.