Ákærður fyrir að nýta sér svefndrunga stúlku

13.09.2017 - 13:44
Mynd með færslu
 Mynd: ©Þórgunnur Oddsdóttir
Karlmaður, sem ákærður er fyrir nauðgun, er sagður hafa nýtt sér svefndrunga og ölvun stúlku til að hafa samræði við hana gegn vilja sínum. Stúlkan krefst þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni 2,5 milljónir í skaðabætur.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag en þinghaldið var lokað.

Málið kom upp fyrir fimm árum  og samkvæmt ákæru er maðurinn sagður hafa haft samræði og munnmök við stúlkuna gegn vilja hennar með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar.

 

 

 

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV