Buhari aftur við stjórn í Nígeríu

30.08.2017 - 13:49
In this photo released by the Nigeria State House, Nigeria's President Muhammadu Buhari signs a letter notifying the National Assembly of his resumption of duties in Abuja, Nigeria, Monday, Aug. 21, 2017. Nigeria's President Muhammadu Buhari
Buhari undirritar yfirlýsingu 21. þessa mánaðar um að hann sé kominn aftur til starfa.  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  Nigeria State House
Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, stýrði í dag ríkisstjórnarfundi í fyrsta skipti fimm mánuði og heilsaði upp á kvennalandsliðið í körfuknattleik sem sigraði í Afríkukeppninni um síðustu helgi. 

Buhari fór til Bretlands í byrjun árs til að leita sér læknishjálpar og var þar í tvo mánuði. Hann hélt þangað aftur í maí og var þá rúma þrjá mánuði. 

Buhari sneri heim fyrir tæpum hálfum mánuði, en sat ekki ríkisstjórnarfund í síðustu viku sem leiddi til vangaveltna um að hann væri ekki búinn að ná sér að fullu.  Í fjarveru forsetans voru stjórnarandstæðingar með háværar kröfur um að hann sneri heim eða segði af sér.

Ekki hefur verið gefið upp hvað að honum amar. Mikið hefur verið rætt um heilsufar forseta Nígeríu eftir að Umaru Yar'Adua lést árið 2010, eftir langvarandi veikindi og fjarveru, en mikil leynd hvíldi einnig yfir líðan hans og ástandi. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV