EM í beinni: Ítalía-Serbía

13.09.2017 - 18:01
Ítalía og Serbía mætast í síðasta leik 8-liða úrslita Evrópumótsins í körfuknattleik nú klukkan 18:30. Það er ljóst að sigurvegari leiksins mætir Rússlandi í undanúrslitum þann 15. september.

Ítalir unnu góðan 13 stiga sigur á Finnum í 16-liða úrslitum, lokatölur 70-57, á meðan Serbía vann Ungverjaland með átta stigum, lokatölur 86-78 Serbíu í vil.

Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV2 en einnig má sjá beint streymi af honum í spilaranum hér að ofan.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður