EM í körfubolta: Grikkland-Rússland

13.09.2017 - 15:29
Grikkland og Rússland eigast við í fyrri leik dagsins í 8-liða úrslitum Evrópumóts karlalandsliða í körfubolta. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu RÚV og má sjá hann í beinu netstreymi í spilaranum hér fyrir ofan.

Grikkir enduðu í 4. sæti í A-riðli með tvö sigra og þrjú töp. Grikkir unnu okkur Íslendinga og svo Pólverja. Grikkland sló út Litháen í 16-liða úrslitum.

Rússar enduðu í 3. sæti í D-riðli. Þeir unnu fjóra leiki og töpuðu einum. Eini tapleikur Rússa í riðlakeppninni var á móti Lettum, en þeir unnu hins vegar Tyrki, Serba, Belga og Breta. Rússar slógu svo Króata út í 16-liða úrslitum.

Mynd með færslu
RÚV ÍÞRÓTTIR