Eystrasölt - Tomas Tranströmer

Bókmenntir
 · 
Eystrasölt
 · 
Tomas Tranströmer
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar

Eystrasölt - Tomas Tranströmer

Bókmenntir
 · 
Eystrasölt
 · 
Tomas Tranströmer
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
26.05.2017 - 16:27.Jórunn Sigurðardóttir.Bók vikunnar
Bók vikunnar er Eystrasölt  eftir sænska ljóðskáldið, sálfræðinginn, tónlistarmanninn og nóbelsverðlaunahafan árið 2011 er bók sem inniheldur eitt ljóð samnefnt titlinum, Eystrasölt. Í þættinum Bók vikunnar, sem er á dagskrá rásar 1 kl. 10:15 sunnudaginn, 28. maí, ræðir Auður Aðalsteinsdóttir við ljóðskáldin Kára Tuliníus og Soffíu Bjarnadóttur um ljóðið Eystrasölt.

Hér má hlusta þýðandann, Hjört Pálsson lesa fyrstu tvo hluta ljóðsins Eystrasölt sem og fimmta hlutann. Á milli ljóðalestrana má  heyra viðtal við Hjört Pálsson sem var tekið þegar bókin kom út árið 2012 auk stutts viðtal um helstu einkenni Tomasar Tranströmers sem ljóðskálds.    

Eystrasölt eða Östersjöar kom fyrst út í Svíþjóð árið 1974 og síðan þrjátíu og átta árum síðar í íslenskri þýðingu Hjartar Pálssonar. Þýðing Hjartar var unnin að beiðni Rithöfundasambands Eystrasaltsríkja sem vildi heiðra Tomas Tranströmer á áttræðisafmæli hans árið 2011 með því að til yrðu sem flestar þýðingar á þessu ákveðna ljóði sem kannski mætti kalla ljóðaflokk.

Tomas Tranströmer fagnaði ekki aðeins áttræðisafmæli sínu árið 2011 heldur einnig Nóbelsverðlaununum í bókmenntum sem gerði ástæðu til íslenskrar útgáfu á ljóðum eftir hann enn ríkulegri.

Árið 2013 kom út heildarsafn ljóða Tomas Tranströmer í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Sú bók ber einfaldlega titilinn Ljóð 1954 – 2004 og er ljóðið Eystrasölt í þýðingu Njarðar þar á meðal.

Hér má hlusta á þáttinn í fullri lengd.