Fordæmir aðgerðir hersins í Mjanmar

11.09.2017 - 09:17
epa06196511 Rohingya refugees walk in a muddy road as they enter Bangladesh border in Teknaf, Bangladesh, 10 September 2017. According to United Nations more than 270,000 Rohingya refugees have fled Myanmar from violence over the last few weeks, most
Á fjórða hundrað þúsund rohingjar hafa flúið til Bangladess síðustu vikur.  Mynd: EPA  -  EPA-EFE
Zeid Ra'ad Al Hussein, yfirmaður mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fordæmir kerfisbundnar árásir hersins í Mjanmar á fólk sem tilheyrir minnihlutahópi rohingja í landinu. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi neitað að leyfa eftirlitsmönnum mannréttindamála að koma til landamærahéraðsins Rakhine og rannsaka ástandið. Hætta sé á að aðgerðir hersins gegn rohingjum séu orðnar að þjóðernishreinsunum.

313 þúsund rohingja-múslimar hafa nú flúið yfir landamærin til Bangladess frá  25 ágúst. Það er um þriðjungur allra rohingja í Mjanmar.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV