Fram eins og fegurðardrottning án grunngilda

13.09.2017 - 08:39
Framkonur sem urðu Íslandsmeistarar í handbolta í vor gerðu aðeins jafntefli, 24-24 við Gróttu á heimavelli sínum í 1. umferð Olís-deildarinnar í gærkvöld. Stefán Arnarson þjálfari Fram er ekki þekktur fyrir að taka svör sín beint upp úr frasabók íþróttaviðtala og hafði því svar á reiðum höndum eins og honum er einum lagið þegar hann var spurður út í vanmat fyrir leikinn í gær.

„Þegar það er búið að segja við fegurðardrottningu alltaf hvað hún er falleg, og hún gleymir þá að vinna í sínum grunngildum. Þá verður hún aldrei kosin fegurðardrottning,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður