Gauragangur - Ólafur Haukur Símonarson

Bókmenntir
 · 
Gauragangur
 · 
Ólafur Haukur Símonarson
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar

Gauragangur - Ólafur Haukur Símonarson

Bókmenntir
 · 
Gauragangur
 · 
Ólafur Haukur Símonarson
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
04.09.2017 - 15:49.Jórunn Sigurðardóttir.Bók vikunnar
Leiksýningin Gauragangur með tónlist eftir hljómsveitina Ný dönsk naut fádæma vinsælda á síðasta áratug síðustu aldar. Skáldsagan Gauragangur sem leikritið og kvikmyndin frá árinu 2011 byggja á hefur líka notið mikilla vinsælda og verið lesin af ungum jafnt sem öldnum. Hvernig skyldi hún eldast? Gauragangur er Bók vikunnar.

Hér má heyra Ingar E. Sigurðsson lesa tvö brot úr sögunni en Ingvar lék einmitt Orm í frumuppfærslunni. Einnig má heyra viðtal við höfundinn, Ólaf Hauk Símonarson.

Gauragangur, unglingasaga eftir Ólaf Hauk Símonarson sem kom fyrst út árið 1988. Sjálfstætt framhald sögunnar Meiri gauragangur kom svo út þremur árum síðar. Fljótlega eftir að skáldsagan kom út var farið að huga að leiksýningu byggðri á bókinni. Leikritið Gauragangur var frumsýnt árið 1994 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Hljómsveitin Nýdönsk sá um tónlistina og það var Ingvar E. Sigurðsson sem lék hinn alræmda Orm Óðinsson.  Framhald verksins Meiri Gauragangur var frumsýnt fjórum árum síðar með Baldri Trausta Hreinssyni í hlutverki Orms sem þá er orðinn snöggum eldri en í fyrra verkinu. Leikritið Gauragangur rataði aftur á svið árið 2010 og þá var það Guðjón Davíð Karlsson sem fór með hlutverk hins meinta snillings Orms Óðinsssonar. Árið 2011 var kvikmyndin Gauragangur síðan frumsýnd. Leikstjóri var Gunnar B. Guðmundsson og Alexander Briem fór með hlutverk Orms.

Gunnar B. Guðmundsson er ásamt Hildi Ýr Ísberg bókmenntafræðingi gestur Jóhannes Ólafssonar í þættinum Bók vikunnar á sunnudaginn kemur þegar Gauragangur verður tekinn til kostanna.

Ólafur Haukur Símonarson fæddist í Reykjavík árið 1947. Hann lærði innanhússarkitektúr í Kaupmannahöfn 1965-69 og síðan bókmenntir í Kaupmannahöfn og Strasbourg 1969-72. Fyrsta bók Ólafs Hauks kom út árið 1976, ljóðabókin Má ég eiga við þig orð. Ljóð handa fólki sem aldrei les ljóð. Þótt Ólafur hafi fengist við ýmis störf þá hefur hann frá útkomu þessarar fyrstu bókar að mestu helgað sig bókmenntaskrifum og þýðingum. Nú þegar hann er er sjögtugur liggja eftir hann hátt á þriðja tug leikverka, fyrir svið, útvarp og sjónvarp sem notið hafa mikilla vinsælda. Nefna má Blómarósir, Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragang, Þrek og tár og Kennarar óskast í kór. Kvikmyndin Ryð (1990) var gerð eftir leikritinu Bílaverkstæði Badda og kvikmyndin Hafið gerð eftir samnefndu leikriti Ólafs.  Þá hefur Ólafur sent frá sér fjölda skáldsagna eins og Vatn á myllu kölska, Gauragang og Rigningu með köflum. Árið 1997 fékk sakamálasagan Líkið í rauða bílnum frönsk bókmenntaverðlaun fyrir bestu norrænu glæpasöguna. Eftir Ólaf liggja líka allmargar ljóðabækur sem og minningarbók sem hann skrifaði um afa sinn Guðjón Símonarson. Þá hefur Ólafur samið mikinn fjölda söngtexta og stundum einnig lög við þá. Ein alvinsælasta barnaplata á Íslandi er EningaMeninga þar sem Olga Guðrún Árnadóttir syngur lög og texta Ólafs.

Sunnudaginn 10. september ræddi Jóhannes Ólafsson í þættinum Bók vikunnar á rás 1 við þau Gunnar B. Guðmundsson sem leikstýrði kvikmyndinni Gauragangur og Hildi Ýr Ísberg bókmenntafræðing um bókina.

Tengdar fréttir

Tónlist

Ólafur Haukur Símonarson er 70 ára í dag