Jarðsprengjur á flóttaleið rohingja

12.09.2017 - 10:09
epa06198405 Two Rohingya men carry their mother in a hammock as they walk into a refugee camp in Ukhiya, Cox's Bazar, Bangladesh, 11 September 2017. Rohingya refugees experience huge problems to find shelters as they stay on the streets, inside small
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Flóttamenn úr minnihlutahópi rohingja sem flýja ofsóknir hersins í Mjanmar yfir landamærin til Bangladess hafa margir stórslasast af jarðsprengjum sem herinn hefur lagt út á flóttaleið fólksins. Mannréttindasamtökin Amnesty saka stjórnvöld í Mjanmar um að hafa grafið jarðsprengjur þar sem rohingjar hafa farið yfir landamærin.

Þúsundir hafa látið lífið í ofsóknum hersins og um það bil 370 þúsund hafa flúið til Bangladess frá 25. ágúst síðastliðnum, að því er Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá í dag.

Bandaríkjastjórn skorar á stjórnvöld í Mjanmar að virða mannúðarlög og koma í veg fyrir að almennir borgarar séu hraktir frá heimilum sínum. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, sætir vaxandi gagnrýni fyrir að aðhafast ekkert til varnar rohingjum og æ fleiri krefjast þess  að hún verði svipt friðarverðlaunum Nóbels.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV