Lífstíðardóms krafist yfir nýnasista

12.09.2017 - 14:10
epa06199341 Defendant Beate Zschaepe waits for the continuation of her trial at the higher regional court (Oberlandesgericht, OLG) in Munich, Germany, 12 September 2017. The German Federal Prosecutor's office asks the judge to sentence Zschaepe to
Beate Zschaepe er grunuð um aðild að tíu morðum auk rána og sprengjutilræða.  Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Saksóknari í München í Þýskalandi krefst lífstíðardóms yfir Beate Zschaepe, 42 ára nýnasista, sem sökuð er um aðild að 10 morðum. Þau frömdu tveir félagar hennar á árunum 2000 til 2007. Þeir mynduðu með henni hryðjuverkahóp nýnasista.

Fórarlömbin voru flest innflytjendur, átta karlmenn af tyrkneskum uppruna og grískur innflytandi. Þá myrtu félagar Zschaepe þýska lögreglukonu áður en þeir sviptu sig lífi 2011.

Hópurinn er og grunaður um fjölda sprengjutilræða í hverfum innflytjenda í Köln þar sem margir særðust.  Þá framdi hópurinn að talið er fimmtán rán. Beate Zschaepe er eini eftirlifandi liðsmaður hryðjuverkahópsins. Réttarhöld yfir henni hafa staðið í fjögur ár.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV