Singapúr: Kona kjörin forseti

13.09.2017 - 11:13
Erlent · Asía
epa06201361 Halimah Yacob (R) and her husband Mohammad Abdullah Alhabshee (L) wave to supporters as she enters the People's Association building on Nomination Day in Singapore, 13 September 2017. Yacob, the former Speaker of Parliament, will become
Halimah Yacob ásamt eiginmanni sínum Mohammad Abdullah Alhabshee.  Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Halimah Yacob var í morgun kjörin forseti Singapúr fyrst kvenna. Halimah, sem er malaji, var forseti þingsins frá 2013 þar til í síðasta mánuði.

Forsetaemættið í Singapúr er fyrst og fremst viðhafnarembætti og völd forseta takmörkuð. Kjör forseta fer fram á þingi og hafði þingið gefið út að næsti forseti kæmi úr röðum malaja.

Malaji hafði ekki gegnt því embætti frá 1970 þegar Yusof Ishak lét af störfum eftir fimm ár á forsetastóli.

Fjórir buðu sig fram gegn Halimah, en hlutu ekki náð fyrir augum kjörstjórnar þannig að hún var ein í kjöri. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV