Þekktu skó Birnu á því að gúggla þá

Mynd með færslu
 Mynd: Ægir Þór Eysteinsson  -  RÚV
Bræðurnir sem fundu skó Birnu Brjánsdóttur við lónið rétt hjá Óseyrarbraut í Hafnarfirði gáfu skýrslu í dag. Þeir sögðu að þeir hefðu fyrst farið í Kaldársel til að leita að einhverju sem gæti gefið vísbendingu um hvað orðið hefði af Birnu. Síðan hefðu þeir ákveðið að fara eitthvert annað þar sem enginn væri að leita. Þá hefðu þeir fundið skóna af Birnu. Annar bróðirinn birti mynd af þeim í Facebook-hóp um hvarf Birnu meðan hinn notaði leitarvél Google til að finna hvernig skó hún ætti.

Bræðurnir tóku annan skóinn upp og hristu hann þegar þeir fundu skóna. Það gerðu þeir til að sjá merkið á skónum. Að því búnu tóku þeir myndina sem fór á Facebook og byrjuðu að athuga hvort þeir væru með skó Birnu. 

Þegar netleitin sannfærði bræðurna um að skórnir sem þeir fundu nærri Óseyrarbraut væru af Birnu tóku þeir myndina út af Facebook. Bræðurnir notuðu sterk höfuðljós við leitina sem þeir notuðu alla jafna í mótorkrossi. Bræðurnir fóru út til leitar að hvatningu föður þeirra. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV