„Við erum bara dvergar á heimsvísu“

Alda Music
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Sölvi Blöndal
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

„Við erum bara dvergar á heimsvísu“

Alda Music
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Sölvi Blöndal
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
12.09.2017 - 19:29.Davíð Roach Gunnarsson.Poppland
„300 entertainment er ein farsælasta óháða músíkútgáfa Bandaríkjanna síðustu ár, hún er ekki einn af risunum, en hefur vaxið mikið,“ segir Sölvi Blöndal, stjórnarformaður Öldu Music, en fyrirtækin hafa nú gert með sér samkomulag um samstarf.

300 Entertainment hefur rennt hýru auga til Íslands vegna sérlega blómlegrar útgáfu í hiphop tónlist en meðal listamanna sem fyrirtækið hefur á sínum snærum eru rapparinn Young Thug og trap-sveitin Migos en báðir héldu tónleika á Íslandi í sumar. „Það eru sömu menn á bak við 300 Entertainment og voru á bak við Def Jam,“ segir Sölvi en það fyrirtæki var leiðandi í útgáfu á hiphop tónlist á níunda áratugnum.

Rapparinn Young Thug gefur út hjá 300 Entertainment.

Tónlistarútgáfa að rísa á ný

En hvað felst í samkomulaginu? „Það felur í sér það að 300 er að beina augum sínum hingað, en það kemur í beinu framhaldi af samtölum mínum við þá, en þarna eru menn sem ég hef þekkt árum saman. Þetta er líka ágætis vitnisburður um það að tónlistarútgáfa á heimsvísu er að rísa á ný. Hún er að breytast, hún er ekki eins og hún var, en að mínu mati miklu meira spennandi,“ segir Sölvi. 

Örríki sem nærist á erlendum áhrifum

Alda Music hefur í ár gefið út plötur með Páli Óskari, Úlfi Úlfi, Hildi og Ella Grill og einnig staðið að endurútgáfum eldri verka eftir til dæmis Ellý Vilhjálms og Hauk Morthens. Sölvi segir það afar mikilvægt fyrir íslenskt tónlistarlíf að vera í góðum tengslum við útlönd. „Við erum bara örríki og nærumst á áhrifum erlendis frá. Senan okkar er líka frábær og það þurfa fleiri að heyra hana.“ Þá segir hann að þó bandarískt rapp sé ennþá langvinsælast sé umburðarlyndi fyrir rappi á öðrum tungumálum að aukast. „Við viljum koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri erlendis. Við erum frábær en við erum fá, við erum dvergar á heimsvísu og það er allt í lagi,“ segir Sölvi að lokum.

Matthías Már Magnússon ræddi við Sölva Blöndal í Popplandi.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Migos eru Bítlar Youtube-kynslóðarinnar“

Tónlist

Úlfur Úlfur er „grínið og myrkrið“

Tónlist

Rappandi furðufugl sem klæðist kjólum

Tónlist

Young Thug í Laugardalshöll í sumar