Vígamenn reyna að komast heim

13.09.2017 - 09:18
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Hundruð liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins eru komnir til Idlib héraðs í norðvesturhluta Sýrlands og reyna að komast yfir landmærin til Tyrklands. Íslamistarnir hafa flúið minnkandi yfirráðasvæði þar sem her Kúrda sækir fram, studdur bandaríska flughernum, og svæði þar sem sýrlenski stjórnarherinn er í sókn, studdur rússneska flughernum. Þá er sótt að vígasveitum íslamista af írakska stjórnarhernum og Kúrdum í Írak.

Íslamistarnir eru sagðir reyna að komast aftur til síns heima í Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og Evrópulöndum.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV