Vígamenn stöðva olíuframleiðslu

30.08.2017 - 11:43
epa03833856 Zawiya Oil Refinery some 40 kms west of Tripoli, Libya, 22 August 2013. The oil port of Zawiya has remained open while others ports in Libya were closed due to labour disputes.  EPA/SABRI ELMHEDWI
Zawiya-olíuhreinsunarstöðin í Líbíu.  Mynd: EPA
Vígamenn hafa stöðvað olíuframleiðslu á þremur vinnslusvæðum í vesturhluta Líbíu og hefur heildarframleiðslan í landinu minnkað um þriðjung.

Ríkisolíufélag Líbíu greindi frá þessu í morgun og sagði að vígamenn hefðu skrúfað fyrir leiðslur frá þessum svæðum. Framleiðslan hefði af þeim sökum minnkað um 360.000 tunnur á dag úr nærri milljón.

Líbíumenn framleiddu um 1,6 milljón tunna á dag áður en uppreisnin hófst í landinu árið 2011.

Fréttastofan AFP hefur eftir heimildarmönnum að vígamenn séu með þessu að mótmæla bágri stöðu almennings á þessum svæðum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV