Vísindamaður sviptur doktorsnafnbót

12.09.2017 - 12:15
epa02582269 (FILE) A file picture dated in 2009 shows former professor and neuroscientist Milena Penkowa, who is accused fo scientific fraud in Denmark. The University of Copenhagen has reported Milena Penkowa to the police on charges of fraud early
Milena Penkowa falsaði vísindagögn í doktorsritgerð sinni.  Mynd: EPA  -  Scanpix Denmark
Kaupmannahafnarháskóli hefur tekið doktorsnafnbót af lækninum Milenu Penkowu, sem er í hópi þekktra vísindamanna í Danmörku. Penkowa var svipt doktorsgráðunni þegar í ljós kom að hún hafði falsað vísindagögn í doktorsritgerð sinni. Þar vitnaði hún í niðurstöður úr rotturannsóknum sem aldrei höfðu verið gerðar. Talsmenn Kaupmannahafnarháskóla segja það nánast án fordæma að vísindamaður sé sviptur doktorsgráðu.
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV