Fyrrverandi forsætisráðherra sleppt

Mannræningjar hafa sleppt Ali Zeidan, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, sem rænt var í Trípólí 13. þessa mánaðar. Ættingjar greindi frá þessu í dag og sögðu Zeidan við góða heilsu.
23.08.2017 - 16:07

Egyptar gagnrýna Bandaríkjastjórn

Ráðamenn í Kaíró gagnrýna Bandaríkjastjórn fyrir að draga úr efnahagsaðstoð við Egyptaland og fresta afgreiðslu framlaga til egypska hersins. Egypska utanríkisráðuneytið segir stjórnvöld harma þessa ákvörðun Bandaríkjamanna með vísan til þeirra...
23.08.2017 - 11:56

Varar við þjóðarmorði í Miðafríkulýðveldinu

Þjóðarmorð vofir yfir í Miðafríkulýðveldinu og brýnt er að fjölga í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna þar í landi ef ekki á illa að fara. Þetta sagði Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðar- og hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna á lokuðum fundi...
23.08.2017 - 04:50

Fyrrverandi forsætisráðhera rænt

Ali Zeidan, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, var rænt og ekkert hefur heyrst frá honum í níu daga. Ættingjar og vinir hans greindu frá þessu í dag og sögðu að fylking hliðholl valdhöfum í Trípólí hefði verið að verki. 
22.08.2017 - 14:10

Malaríufaraldur í Suður-Súdan

Fleiri en 4.000 manns hafa dáið úr malaríu í Suður-Súdan síðan í febrúar og yfir 900.000 veikst. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytis landsins greindi tyrknesku fréttastofunni Anadolu frá þessu.
18.08.2017 - 12:06

Fleiri en 400 hafa fundist látin

Staðfest er að meira en 400 hafi farist í flóðum og aurskriðum í Sierra Leone undanfarna daga, um 600 er enn saknað. Talsmaður Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Sierra Leone greindi frá þessu í morgun.
18.08.2017 - 09:22

Milljónir manna á vergangi

Milljónir manna hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna borgarastríðsins í Suður-Súdan, um helmingurinn til grannríkja. Stjórnvöld í Úganda hafa óskað eftir aukinni aðstoð við að tryggja flóttafólki húsnæði og mat. 
17.08.2017 - 16:17

Olli mikilli eyðileggingu í Timbuktú

Skemmdir sem íslamski vígamaðurinn Ahmad al-Faqi al-Mahdi vann á helgistöðum í Timbuktú í Malí fyrir fimm árum eru metnar á jafnvirði næstum 350 milljóna króna. Þetta sögðu dómarar við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í morgun.
17.08.2017 - 11:53

Spánverjar björguðu hundruðum

Spænska strandgæslan bjargaði í dag nærri 600 flóttamönnum og hælisleitendum á hafinu milli Marokkó og Spánar í dag.
16.08.2017 - 15:42

Hundraða saknað í Síerra Leone

Minnst 600 manns er enn saknað í Freetown, höfuðborg Síerra Leone, eftir aurskriður og flóð í vikunni. Nærri 400 hafa þegar verið úrskurðaðir látnir víða í borginni vegna vatnsveðursins. 
16.08.2017 - 05:07

Tugir létust í sjálfsmorðsárás á flóttamenn

28 eru látnir og yfir 80 særðir eftir að þrjár konur frömdu sjálfsmorðsárásir í flóttamannabúðum í norðausturhluta Nígeríu í kvöld. AFP fréttastofan hefur eftir nígerískum miðlum að árásirnar hafi verið gerðar í bænum Mandarari, um 25 kílómetrum frá...
16.08.2017 - 00:54

Níu féllu í árásum á friðargæslulið í Malí

Níu féllu í árásum vígamanna á tvær bækistöðvar friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Malí á mánudag. Vopnaðir menn réðust inn í bækistöðvar friðargæslunnar í bæjunum Douentza og Timbúktú. Átta vígamenn voru felldir, talið er víst að þeir séu úr...
15.08.2017 - 01:23

Mannskæð flóð í Síerra Leóne

Skæð flóð og aurskriður hafa fallið í Freetown, höfuðborg Vestur-Afríkuríkisins Síerra Leóne, í dag. Að minnsta kosti 180 eru látnir samkvæmt heimildum fréttaveitunnar AFP. Mikil úrkoma hefur verið þar að undanförnu og hlíð í útjaðri borgarinnar lét...
14.08.2017 - 14:38

17 dóu í árás á veitingahús í Ouagaudougou

Sautján létust í árás hryðjuverkamanna á tyrkneskt veitingahús í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó í kvöld og tólf særðust alvarlega. Sjónarvottar herma að þrír vopnaðir menn hafi ekið að veitingahúsinu á jeppa um klukkan hálftíu að staðartíma og...
14.08.2017 - 02:29

Barist í fátækrahverfi í Naíróbí

Blóðugar óeirðir brutust út í dag í fátækrahverfi í Naíróbí í Kenía milli tveggja ættbálka sem studdu hvor sinn frambjóðandann í forsetakosningunum á þriðjudaginn var.
13.08.2017 - 18:49