Sjálfsvígsárás á danska hermenn

Þrír almennir borgarar særðust í dag í sjálfsvígsárás á bílalest hermanna Atlantshafsbandalagsins í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Í bílalestinni voru danskir hermenn. Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn staðfestir að engan þeirra hafi sakað.
24.09.2017 - 10:39

Mótmæltu hótunum Bandaríkjaforseta

Hundrað þúsund manns söfnuðust saman í dag í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, og mótmæltu hótunum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að ráðast á landið. Að sögn ríkisfréttastofunnar KCNA voru lesin upp skilaboð frá Kim Jong-un, leiðtoga landsins...
24.09.2017 - 10:25

Róhingjar fá ekki að kaupa símakort

Símafyrirtækjum í Bangladess hefur verið bannað að selja flóttamönnum úr minnihlutahópi Róhingja kort í farsímana sína. Þetta er gert af öryggisástæðum, að því er AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni í fjarskiptaráðuneyti landsins.
24.09.2017 - 08:45

34.000 hafa flúið eldfjallið Agung

Yfir 34.000 manns hafa nú neyðst til að flýja heimili sín umhverfis eldfjallið Agung á indónesísku eyjunni Balí, þar sem mikil hætta er talin á að eldgos hefjist þá og þegar. Talsmaður Almannavarna á Balí segir rýmingu standa yfir og á von á að enn...
24.09.2017 - 07:34

Skjálftinn ekki vegna nýrrar kjarnorkusprengju

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5, sem varð í Norður-Kóreu á laugardag, var ekki afleiðing nýrrar kjarnorkusprengingar, eins og óttast var. Jarðskjálftamiðstöð Kína sendi frá sér tilkynningu þessa efnis síðla laugardagskvölds. Þar segir að skoðun og...
24.09.2017 - 03:54

Róhingjar eru hættir að flýja til Bangladess

Straumur Róhingja-flóttamanna frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess virðist hafa stöðvaðst. Enginn hefur komið yfir landamærin síðastliðna þrjá daga. Á fimmta hundrað þúsund Róhingjar hafa flúið síðustu vikur og hafast við í flóttamannabúðum...
23.09.2017 - 18:34

Mældu jarðskjálfta í Norður-Kóreu

Jarðskjálftamælar í Kína sýna að skjálfti af stærðinni þrír komma fjórir varð í dag í Norður-Kóreu. Samkvæmt mælunum voru upptökin á innan við eins kílómetra dýpi. Að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua kann það að benda til þess að sprenging hafi...
23.09.2017 - 10:04

10.000 flýja yfirvofandi eldgos

Um 10.000 manns hefur verið skipað að rýma heimili sín í nágrenni eldfjallsins Agung á Indónesíu, þar sem búið er að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna líkinda á eldgosi. Almannavarnir á Indónesíu hvetja fólk til að halda sig minnst 9 kílómetra...
23.09.2017 - 03:56
Erlent · Hamfarir · Asía · eldgos · Indónesía

Vilja ræða mál Róhingja í Öryggisráðinu

Svíþjóð, Frakkland, Bretland, Bandaríkin og þrjú ríki önnur hafa kallað eftir fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða skálmöldina í Rakhine-héraði í Mjanmar. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Farið er fram á að framkvæmdastjóri...
23.09.2017 - 02:55

Malaría breiðist hratt út í Víetnam

Malaría, sem hefðbundin meðferð gagnast ekki við, breiðist hratt út um Víetnam. Þessa afbrigðis hennar varð fyrst vart í Kambódíu árið 2007. Heilbrigðisyfirvöld segja að grípa þurfi til harðra aðgerða til að hún berist ekki til fleiri landa, svo sem...
22.09.2017 - 15:26

Hættuástand í flóttamannabúðum Róhingja

Mannúðar- og hjálparsamtökin Læknar án landamæra segja flóttamannabúðir fyrir Róhingja séu við það að teljast ógnun við almannaheilsu.
22.09.2017 - 09:06

Japan vill einangra Norður-Kóreu enn frekar

Utanríkisráðherra Japans hvetur ríki heims til að slíta stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu, til að auka þrýsting á þarlend stjórnvöld um að láta af öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Utanríkisráðherrann, Taro Kono, sem er á...
22.09.2017 - 04:20

Kosið um hlutverk japanska hersins

„Almenningi var mjög brugðið við þessi tvö síðustu skot. Þetta voru meðaldrægar flaugar sem geta borið sprengjuodda. Fólki brá að sjá þetta fljúga yfir landið. Það er ansi mikil ögrun sem felst í því að skjóta þessu af ásetningi þvert yfir Japan,“...
21.09.2017 - 11:30

Níu starfsmenn Rauða krossins dóu í bílslysi

Minnst níu létu lífið þegar bílstjóri vöruflutningabíls á vegum Rauða krossins missti stjórn á bílnum nærri landamærabænum Cox's Bazaar í Bangladess í morgun. Bíllinn var að flytja hvort tveggja hjálpargögn og hjálparlið í flóttamannabúðir...
21.09.2017 - 05:24

Abe: Tími viðræðna við Norður-Kóreu er liðinn

Shinzo Abe, forsætisraðherra Japans, segir að tími viðræðna við Norður-Kóreumenn séu liðinn og tekur undir það með Bandaríkjamönnum að nú séu „allir möguleikar“ á borðinu. Þetta kom fram í ræðu hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í...
20.09.2017 - 19:07