Enn leitað í rústum í Mexíkó

Björgunarlið vinnur enn hörðum höndum í Mexíkóborg og annars staðar þar sem byggingar hrundu í skjálftanum mikla á þriðjudag þótt líkur á að finna einhvern á lífi í rústunum fari minnkandi með hverri mínútunni sem líður.
21.09.2017 - 07:21

Macron vill ekki rifta samningnum við Íran

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er andvígur því að rifta kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hann sagði við fréttamenn í New York í dag að hann teldi samninginn frá 2015 vera góðan og að það yrðu mistök að ógilda hann án þess að annað kæmi...
20.09.2017 - 16:05

Að minnsta kosti 250 fórust í skjálftanum

Minnst 250 fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir Mexíkó í gær. Þeirra á meðal er 21 barn og fjórir kennarar sem grófust í rústum grunnskóla í höfuðborginni. 30 skólabarna er enn saknað. 
20.09.2017 - 07:21

Trump harðorður í garð Norður-Kóreu

Hætta stafar af ríkjum sem hunsa reglur alþjóðasamfélagsins, ráða yfir kjarnorkuvopnum, styðja hryðjuverkastarfsemi og ógna bæði öðrum ríkjum og eigin þegnum.
19.09.2017 - 14:53

María fer yfir Guadeloupe - myndskeið

Hitabeltisstormurinn María er orðinn fimmta stigs fellibylur á ný, að sögn veðurfræðinga í fellibyljamiðstöðinni í Miami í Bandaríkjunum. Vindhraðinn er að þeirra sögn kominn yfir sjötíu metra á sekúndu og er stórhættulegur.
19.09.2017 - 10:45

Toys 'R' Us sækir um gjaldþrotavernd

Leikfangaverslanakeðjan Toys 'R' Us hefur óskað eftir gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarísku gjaldþrotalaganna. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér seint í gærkvöld segir að stefnt sé að því að endurskipuleggja reksturinn...
19.09.2017 - 08:19

Aukin framlög til varnarmála í Bandaríkjunum

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöld 700 milljarða dala útgjöld til Bandaríkjahers, jafnvirði um 74 þúsund milljarða króna. Það er umtalsverð hækkun frá síðustu fjárlögum og nærri fimm prósentum meira en forsetinn krafðist.
19.09.2017 - 06:26

Fyrrum kosningastjóri Trumps hleraður

Samskipti fyrrum kosningastjóra Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, voru hleruð af yfirvöldum í Bandaríkjunum bæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember í fyrra. CNN fréttastofan greinir frá þessu.
19.09.2017 - 01:30

Trump vill hersýningu á þjóðhátíðardaginn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag áhuga á að breyta hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Það myndi hann gera með því að efna til mikillar hersýningar, sambærilega þeim sem Frakkar halda á þjóðhátíðardegi sínum. Þetta sagði...
18.09.2017 - 21:02

Blásið til minningartónleika um Leonard Cohen

Elvis Costello, Sting og Lana Del Rey eru meðal þeirra sem taka þátt í minningartónleikum um kanadíska tónlistarmanninn og söngvaskáldið Leonard Cohen í nóvember næstkomandi. Ár verður þá liðið frá andláti hans.
18.09.2017 - 09:06

Segjast ekki vera glæpasamtök

Um eitt þúsund manns mættu á götur Washingtonborgar í Bandaríkjunum í dag með hrollvekjandi andlisfarða. Þar voru saman komnir aðdáendur bandarísku rapphljómsveitarinnar Insane Clown Posse, sem kallast Juggalóar, til þess að mótmæla því að...
17.09.2017 - 01:29

Neitar mildari afstöðu til Parísarsáttmála

Yfirmaður loftslagsmála hjá Evrópusambandinu kveðst bjartsýnn á að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé reiðubúinn að endurskoða afstöðu sína til Parísarsáttmálans. Þetta segir hann eftir fund umhverfisráðherra 30 ríkja með áheyrnarfulltrúa frá...

Fyrsta pandan sem heillaði heiminn

Veturinn 1936 varð mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum þegar til landsins kom framandi skepna alla leiðina frá Kína. Skepnan var pönduhúnninn Su-Lin, fyrsti pandabjörninn sem veiddur var lifandi af Vesturlandabúa og fluttur úr landi.
15.09.2017 - 11:51

Mótmæli eftir sýknu lögreglumanns

Fjölmenn mótmæli voru á götum St. Louis í gær eftir að dómur var kveðinn í máli lögreglumanns sem skaut blökkumann til bana árið 2011. Lögreglumaðurinn, sem er hvitur, var úrskurðaður saklaus af morðákæru.
16.09.2017 - 04:52

Fellibylurinn Max nálgast Mexíkó

Hitabeltislægðin Max sem myndaðist undan suðvesturströnd Mexíkó er orðin að fyrsta stigs fellibyl. Um hádegi var vindhraðinn orðinn 34 metrar á sekúndu. Max var þá um níutíu kílómetra suðvestur af Acapulco og mjakaðist í austurátt.
14.09.2017 - 15:20