Innlent

Enginn í stjórninni vissi um áform Sigmundar

Formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi segir engan í stjórninni hafa vitað að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, efsti maður á lista flokksins í kjördæminu, ætlaði að segja sig úr flokknum og stofna nýjan. Þórunn Egilsdóttir,...
24.09.2017 - 20:49

Hafi komið fram „af valdníðslu og hlutdrægni“

Sveitastjórn Hornafjarðar og bæjarstjóri sveitarfélagsins eru gagnrýnd í bréfi sem lögmaður ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Lagoon við Jökulsárlón sendi sveitarfélaginu og tekið var fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni. Ferðaþjónustufélagið telur sig...

Á sjöunda hundrað á borgarafundi

Ef við skilgreinum svæðið, heimili okkar, sem friðland þá erum við dauð, þá getum við hvorki hreyft legg né lið, sagði rithöfundurinn Eiríkur Norðdahl á borgarafundi um framtíð Vestfjarða á Ísafirði í dag. Á sjöunda hundrað manns, þar af fjórir...
24.09.2017 - 19:28

Ástandinu innan Framsóknar ekki viðbjargandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segir að ástandinu innan flokksins sé ekki viðbjargandi og þess vegna hafi hann sagt skilið við flokkinn. Hann segir að sumum í flokknum hafi þótt öllu til...

Uppstilling hjá Samfylkingu og VG

Þrjú kjördæmisþing voru haldin í dag auk kjördæmisþings Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Öll samþykktu uppstillingu á lista.

Myndi fjölga íbúum um 900 á sjö árum

Á sjöunda hundrað manns eru mætt á borgarafund sveitarfélaganna á Vestfjörðum sem haldinn er á Ísafirði. Þar var kynnt skýrsla sem KPMG vann fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um hagræn og samfélagsleg áhrif...
24.09.2017 - 16:34

Gunnar Bragi stefnir á sæti hjá Framsókn

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segist setja stefnuna á að halda fyrsta sæti á framboðslista flokksins þrátt fyrir brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hann segist þó hafa gríðarlegar áhyggjur af...

Þriðji formaðurinn sem klýfur Framsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki fyrsti fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sem klýfur flokkinn og tilkynnir um framboð undir öðrum merkjum. Það hafa tveir fyrri formenn flokksins einnig gert, sem áttu það sameiginlegt með Sigmundi að hafa...

Tillögu stjórnar hafnað og uppstilling ákveðin

Framsóknarmenn á fundi kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi höfnuðu í dag tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur flokksins með tvöföldu kjördæmisþingi. Þess í stað ákváðu þeir að fara í uppstillingu. Þetta var meðal annars...
24.09.2017 - 14:32

Kosið hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi

Stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi leggur til að kosið verði um fimm efstu sæti á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar.

Ákvörðun Sigmundar kemur Sigurði ekki á óvart

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það komi sér ekki á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, hafi ákveðið að segja skilið við flokkinn. Þetta sé í takt við störf og yfirlýsingar...

Sigmundur fer úr Framsókn í nýtt stjórnmálaafl

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í framboð fyrir flokkinn í komandi kosningum. Þess í stað ætlar hann að mynda nýtt stjórnmálaafl.
24.09.2017 - 11:48
Mynd með færslu

Silfrið

Í Silfrinu í dag verða Helga Vala Helgadóttir lögmaður, Friðjón Friðjónsson almannatengill, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri og blaðamaðurinn Sigurjón M. Egilsson í vettvangi dagsins.
24.09.2017 - 10:19

Varað við stormi í dag og á morgun

Það verður hvöss suðaustanátt á austanverðu landinu í dag, en hægari vestan til, segir í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur í dag og næstu daga. Talsvert rignir á Suðausturlandi fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni.
24.09.2017 - 08:21

Heimilisofbeldi og ölvunarakstur í nótt

Einn maður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu á fimmta tímanum í nótt, grunaður um heimilisofbeldi. Hann gistir fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag. Nokkuð var um ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt og voru nokkrir...