Körfubolti

Skiptir máli fyrir körfuboltann á Íslandi

Körfuboltalið KR mætir belgíska liðinu Belfius Mons Hainaut á morgun. Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem íslenskt félagslið tekur þátt í Evrópukeppni í körfubolta.
18.09.2017 - 22:13

Slóvenar Evrópumeistarar í fyrsta sinn

Slóvenía vann Serbíu í úrslitaleik Evrópumótsins í körfubolta í kvöld. Spánverjar, sem voru ríkjandi Evrópumeistarar, unnu brons.
17.09.2017 - 21:38

Spánverjar unnu bronsið á EM

Spánn vann Rússland með átta stiga mun, 93-85, í leik um bronsið á Evrópumótinu í körfubolta í dag.
17.09.2017 - 16:01

Serbar í úrslit EM - mæta Slóvenum

Seinni undanúrslitaleikur EM karla í körfubolta fór fram í Istanbúl í Tyrklandi í kvöld. Þar áttust við stórveldin Rússland og Serbía og hafði Serbía betur í hörkuleik, 87-79. Serbar mæta Slóvenum í úrslitaleik á sunnudag.
15.09.2017 - 18:15

Njarðvíkingar fá Bandaríkjamann

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við bandaríska leikmanninn Terrell Vinson um að leika með liðinu á komandi vertíð í Domino´s-deild karla.
15.09.2017 - 09:55

EM í körfubolta: Slóvenía í úrslit

Í dag mættust Spánn og Slóvenía í fyrri undanúrslitaleik Evrópumótsins í körfubolta í leik sem margir vildu hreinlega hafa sem úrslitaleik. Leikurinn stóðst því miður ekki alveg þær væntingar sem til hans voru gerða. Aðallega sökum þess hve frábærir...
14.09.2017 - 20:34
Mynd með færslu

EM í beinni: Spánn - Slóvenía

Spánn og Slóvenía mætast í fyrri undanúrslitaleik Evrópumótsins í körfuknattleik nú klukkan 18:30. Eru þetta einu tvö liðin sem eiga enn eftir að tapa leik á mótinu. Spánverjar sigruðu Tyrki, 73-56, á meðan Slóvenar sigruðu Letta, 86-78.
14.09.2017 - 18:05

EM í körfu: Serbar mæta Rússum í undanúrslitum

Eftir síðasta leik 8-liða úrslita Evrópumótsins í körfuknattleik er ljóst að það verður Serbía sem mætir Rússlandi í undanúrslitum þann 15. september. Lokatölur í kvöld 83-67 Serbum í vil.
13.09.2017 - 20:27
Mynd með færslu

EM í beinni: Ítalía-Serbía

Ítalía og Serbía mætast í síðasta leik 8-liða úrslita Evrópumótsins í körfuknattleik nú klukkan 18:30. Það er ljóst að sigurvegari leiksins mætir Rússlandi í undanúrslitum þann 15. september.
13.09.2017 - 18:01

EM í körfubolta: Rússar í undanúrslit

Grikkland og Rússland mættust í fyrri leik dagsins í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í körfuknattleik. Grikkir komu flestum á óvart þegar þeir unnu Litháen í 16-liða úrslitum en þeir mættu ofjarli sínum í dag. Lokatölur 74-69 Rússlandi í vil.
13.09.2017 - 17:52
epa06183250 Russia's Andrey Zubkov (L) in action against Belgium's Pierre-Antoine Gillet (R) during the EuroBasket 2017 group D match between Belgium and Russia, in Istanbul, Turkey 04 September 2017.  EPA-EFE/SEDAT SUNA

EM í körfubolta: Grikkland-Rússland

Grikkland og Rússland eigast við í fyrri leik dagsins í 8-liða úrslitum Evrópumóts karlalandsliða í körfubolta. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu RÚV og má sjá hann í beinu netstreymi í spilaranum hér fyrir ofan.
13.09.2017 - 15:29

EM: Slóvenía mætir Spáni í undanúrslitum

Það er ljóst að Slóvenía mætir Spáni í undanúrslitum Evrópumótsins í körfuknattleik. Slóvenar unnu í kvöld sex stiga sigur á Lettlandi í leik mótsins hingað til. Lokatölur 103-97 Slóvenum í vil.
12.09.2017 - 20:42
Mynd með færslu

EM í beinni: Slóvenía - Lettland

Klukkan 18:30 mætast Slóvenía og Lettland í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í körfuknattleik en liðið sem fer með sigur af hólmi mætir Spánverjum í undanúrslitum.
12.09.2017 - 18:18

EM: Spánverjar komnir í undanúrslit

Með sigrinum á Þjóðverjum urðu Spánverjar fyrsta liðið til að bóka farseðilinn í undanúrslit á Evrópumótinu í körfuknattleik. Lokatölur 84-72 og því ljóst að Spánn mætir Slóveníu eða Lettlandi í undanúrslitum. Þau mætast klukkan 18:30 og er...
12.09.2017 - 18:03
Mynd með færslu

EM í körfubolta: Þýskaland - Spánn

Bein útsending frá fyrsta leik átta-liða úrslita Evrópumótsins í körfubolta. Hér mætast Þýskaland og ríkjandi Evrópumeistarar Spánar en leikurinn hefst klukkan 15.45.
12.09.2017 - 15:30