Norðurland

Vilja bæta úr mengun í Siglufjarðarhöfn

Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð vilja að verksmiðjan Primex ráðist í umfangsmiklar úrbætur til að draga úr mengun í Siglufjarðarhöfn. Bæjarstjóri segir að ekki hafi verið ákveðið hvort, og þá hvernig, sveitarfélagið komi að framkvæmdunum.
20.09.2017 - 13:49

Aðalmeðferð í máli Snorra gegn Akureyrarbæ

Aðalmeðferð í máli Snorra Óskarssonar gegn Akureyrarbæ hófst í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Snorri krefst tæplega 14 milljóna króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar.
20.09.2017 - 11:58

Erfitt fyrir stéttarfélög að sannreyna gögn

Stéttarfélög hafa ekki næga heimild til þess að uppfylla lögbundna skyldu sína þegar kemur að eftirliti með vinnumansali. Þetta segir formaður Einingar Iðju. Erfitt sé að sannreyna hvort launagögn sem lögð eru inn sýni raunveruleg kjör starfsmanna...
19.09.2017 - 18:56

Fá upplýsingar úr síma vegna frelsissviptingar

Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um síma manns sem er grunaður um líkamsárás, frelsissviptingu, rán og hótanir á grundvelli úrskurðs Héraðsdóms Norðurlands eystra þrátt fyrir að maðurinn hefði lýst yfir kæru til Hæstaréttar við réttarhaldið.

Uppskera talsvert lakari en í fyrra

Útlit er fyrir að kartöfluuppskera í ár verði yfir meðallagi, þrátt fyrir að hún sé talsvert lakari en í fyrra. Formaður Landssambands kartöflubænda segir að hlýtt haust skipti miklu fyrir framhaldið, enda geymast kartöflurnar þá betur en ella. 
19.09.2017 - 12:48

Annasamt hjá björgunarsveitum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á nokkrum stöðum á landinu vegna slysa síðustu klukkustundir. Sveitir frá Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd voru kallaðar út að ganga tvö vegna manns sem féll í bratta ofan...
16.09.2017 - 15:38

Leiga hækkar um áramótin

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að hækka leigu félagslegra íbúða í eigu sveitarfélagsins. Hækkunin tekur gildi um áramótin. Formaður bæjarráðs segir að stefnt sé að því að stofnstyrkja fleiri íbúðir í bænum til að létta þrýstingnum af...
15.09.2017 - 11:37

Tekjur aukast um 48 prósent milli ára

Gestum í Sundlaug Akureyrar hefur fjölgað verulega frá því nýjar rennibrautir voru teknar í notkun í sumar. Tekjur sundlaugarinnar í júlí og ágúst á þessu ári jukust um 13 milljónir frá sama tímabili í fyrra. 
15.09.2017 - 10:06

Telur að framleiðsla gæti minnkað of mikið

Framkvæmdastjóri Norðlenska telur að tillögur landbúnaðarráðherra um fækkun sauðfjár gætu dregið of mikið úr framleiðslu á lambakjöti. Ef ríkið styðji ekki áfram við útflutning stefni hins vegar í mikinn birgðavanda til skemmri tíma. 
14.09.2017 - 17:17

Líf og fjör á hinsegin dögum á Svalbarðseyri

Fjöldi barna og fullorðinna tók þátt í hinsegin skrúðgöngu á Svalbarðseyri í morgun. Tilefnið eru hinsegin dagar í leikskólanum og grunnskólanum. Skólastjóri segir mikilvægt að brýna fyrir börnum að það sé í lagi að vera eins og maður er. 
14.09.2017 - 14:57

Akrahreppur ekki með í sameiningarviðræðum

Akrahreppur ætlar ekki að taka þátt í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að svo stöddu. Oddviti sveitarfélagsins segist sjá rökin með sameiningu, en rétt sé að íbúar taki ákvörðun um málið.
13.09.2017 - 13:30

Eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé á Ólafsfirði

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé lengur á Ólafsfirði. Verið er að koma saman viðbragðsteymi einstaklinga sem bregst við í neyðartilvikum þar til bíll kemur á staðinn frá Siglufirði eða Dalvík....
13.09.2017 - 11:10

Hætt við að láta slátra fé sem fór yfir Blöndu

Matvælastofnun hefur endurskoðað ákvörðun sína um að láta slátra öllu fé sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í sumar. Féð fær að lifa, en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir brýnt að taka ákvörðun um afdrif varnarlínunnar sem fyrst, enda sé...
12.09.2017 - 15:17

Segir brýnt að breyta reglugerð um fráveitur

Forstjóri Norðurorku á Akureyri segir brýnt að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í lag. Hreinsikerfi hefur verið boðið út en engin tilboð borist. Heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra segir íslenskar reglur um fráveitumál alltof strangar,...
12.09.2017 - 12:39

Hvít fjöll ofan Akureyrar í morgun

Fjöllin vestan Akureyrar voru með hvítar nátthúfur eftir nóttina, en hiti fór þó einungis niður í fimm gráður inni í bænum. Úrkoma mældist þó lítil eftir nóttina, einungis 0,4 millimetrar á klukkustund þegar mest lét. Samkvæmt veðurfræðingi á...
11.09.2017 - 09:50