Birt þann 14. september 2017
Aðgengilegt á vef til 13. desember 2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 14.september

Dagskrá Morgunútvarpsins á fimmtudegi er þannig: 7:30 Fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í fyrradag er aðför að heimilisbílnum. Þetta er álit framkvæmdastjóra FÍB og vísa hann þar í hækkanir á bensíni og díselolíu, verði frumvarpið að lögum óbreytt. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, verður á línunni. 07:45 Nýr iPhone var kynntur í gær og hyggja margir á kaup á þeirri vinsælu græju. En hvað verður um gamla símann? Í mörgum tilfellum fer hann í hrúgu gamalla raftækja sem til er á flestum heimilum, því erfitt er að átta sig á hvernig er æskilegt að losa sig við notuð tæki. Við ræðum við Bjartmar Alexanderson hjá fyrirtækinu Grænum símum og fáum leiðbeiningar varðandi þetta. 8:05 Í kvöld verður sýnd hér í ríkissjonvarpinu þáttur sem nefnist meinsærið. Hann fjallar um þann þátt Guðmundar og Geirfinnsmála sem snýr að röngum sakargiftum en Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarson voru dæmd fyrir bera fjóra menn röngum sökum sem sátu lengi saklausir í gæsluvarðhaldi fyrir vikið. Þessi þáttur er sýndur í framhaldi af myndinni out of thin air sem sýnd var í sjónvapinu á mánudagskvöldið og verðu í sýningu á netflix efnisveitunni. Helga Arnardóttir, kemur til okkar og segir okkur frá Meinsærinu. 08:15 Þegar Makapíapinn Naruto komst yfir myndavél árið 2011 og smellti af nokkrum sjálfum óraði hann ekki fyrir að þær yrðu að deilumáli fyrir dómstólum árin á eftir. Það gerðist engu að síður, en apasjálfurnar hafa fengið geysimikla dreifingu án þess að skráður rétthafi hagnaðist á því. Við ræðum málið við Veru Illugadóttur. 08:30 Geðheilbrigðismál eru að margra mati brýnasta úrlausnarefni samtímans og blásið hefur verið til kraftmikillar vitundarvakningar, eflingar og úrræða víða í samfélaginu hvað þennan málaflokk snertir. Það á við um alla pósta, þar með talið leikhúsið - en verkið Fyrirlestur um eitthvað fallegt fjallar á gamansaman hátt um kvíða og hefur sjálft kvíðastillandi áhrif á áhorfendur. Við ræðum áhrif leikhúss á geðheilsu við Ólöfu Birnu Björnsdóttur, ráðgjafa hjá Geðhjálp og Martin L. Sörensen, framkvæmdastjóra verksins.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 20.september

Nýr meirihluti var myndaður í Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd alþingis í gær og í framhaldinu var Brynjar Nielsson settur af sem formaður nefndarinnar og Jón steindór Valdimarsson úr...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 19.september

Eins og allir vita núorðið þurfa minnst tveir valinkunnir einstaklingar að veita brotamanni meðmæli ef hann ætlar að sækja um uppreist æru. Þeir votta þá að viðkomandi hafi breytt lífi...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 18.september

Við förum yfir pólitíkina enda mikið að gerast á þeim vettvangi. Það liggur fyrir að kosið verður, sennilegast 28 október. Við reynum að varpa ljósi á hvernig næstu vikur þróast, td...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 13.september

Dagskrá Morgunútvarpsins á miðvikudegi er þannig: 7:30 það verður 44 milljarðar afgangur af fjárlögum næsta árs en þau voru kynnt í gær, sama dag og alþingi var sett. Auknu fé...
Frumflutt: 13.09.2017
Aðgengilegt til 12.12.2017