Stríðið í Írak

Þrýst á Kúrda að hætta við atkvæðagreiðslu

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur krafist þess að hætt verði við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Kúrdahéraða landsins. Hæstiréttur Íraks fyrirskipaði að atkvæðagreiðslunni skyldi frestað.
18.09.2017 - 12:02

84 látnir eftir árás í Nasiriyah

Minnst 84 eru látnir eftir árásir vígamanna Íslamska ríkisins í borginni Nasiriyah í suðurhluta Íraks í gær.
15.09.2017 - 09:10

Vígamenn sviptir ríkisborgararétti

Fjórir Hollendingar, sem fóru til að berjast með vígasveitum í Sýrlandi, hafa í samræmi við nýja og herta hryðjuverkalöggjöf verið sviptir hollenskum ríkisborgararétti. Stef

Telur Baghdadi hugsanlega á lífi

Bandarískur herforingi telur hugsanlegt að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sé enn á lífi.

Tal Afar frelsuð úr klóm vígamanna

Írökskum hersveitum hefur tekist að frelsa borgina Tal Afar og restina af Nineveh-héraði í norðurhluta Íraks úr klóm hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins.
31.08.2017 - 12:25

Hindruðu för vígamanna með loftárásum

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra gerðu loftárásir á bílalest vígamanna í Sýrlandi til að hindra för þeirra til austurhluta landsins. Erindreki Bandaríkjastjórnar greindi frá þessu í dag.

Sótt að vígamönnum í Tal Afar

Sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad hafa náð á sitt vald tveimur úthverfum borgarinnar Tal Afar, eins af síðustu vígjum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Írak.

Mattis hvetur Íraka til dáða

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Bagdad höfuðborgar Íraks í morgun til að hvetja stjórnarliða til dáða í baráttunni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins.

800.000 Mósúlbúar á vergangi

Meira en ein milljón manna hraktist á flótta frá íröksku borginni Mósúl frá því að Íraksher og bandamenn þeirra hófu stórsókn sína gegn vígamönnum Íslamska ríkisins þar í borg í október í fyrra, uns borgin taldist frelsuð úr greipum...
15.07.2017 - 01:40

Baráttu ekki lokið þrátt fyrir sigur í Mósúl

Baráttunni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins er ekki lokið þótt unnist hafi sigur á þeim í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks. Þetta segir bandaríski herforinginn sem stýrir hernaði Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í baráttunni gegn...
11.07.2017 - 08:18

Enn barist við vígamenn í Mósúl

Þrátt fyrir að Íraksher hafi lýst yfir sigri á hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í Mósúl er talið að enn séu þar vígamenn í felum. Haft er eftir herforingjum að almennir borgarar sem enn séu í gamla bænum í vesturhluta borgarinnar, séu líklega...
10.07.2017 - 10:32

Nota almenna borgara sem mennska skildi

Búist er við tilkynningu frá Íraksher á hverri stundu um að búið sé að hertaka síðustu vígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins úr borginni Mósúl. Sameinuðu þjóðirnar áætla að það muni kosta á annað hundrað milljarða íslenskra króna að koma...
09.07.2017 - 11:55

Um 20.000 innikróuð í Mósúl

Allt að 20.000 almennir borgarar eru enn innikróaðir í síðasta vígi hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins í Mósúl í norðurhluta Íraks. Lise Grande, erindreki Sameinuðu þjóðanna, í mannúðarmálum, sagði þetta í viðtali við fréttastofuna AFP.
06.07.2017 - 12:10

300 vígamenn eftir í Mosúl - myndskeið

Írakski stjórnarherinn áætlar að um þrjú hundruð vígamenn úr hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu séu enn í elsta hluta Mosúlborgar. Svæðið sem þeir ráða er afar lítið, að því er Sami al-Aridi aðstoðarhershöfðingi greindi Associated Press...
05.07.2017 - 12:00

Trudeau fagnar banaskoti af metfæri

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ástæða sé til að fagna því að kanadísk leyniskytta í Írak hafi á dögunum slegið nýtt met með því að skjóta vígamann til bana af 3.540 metra færi. Fregnirnar af skotinu hafa vakið upp spurningar um...
29.06.2017 - 02:21