Brexit

Lánshæfismat Breta lækkað vegna Brexit-óvissu

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í kvöld lánshæfismat breska ríkisins vegna óvissu um efnahagsleg áhrif úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og þess að líkur séu á að ríkisfjármálin verði veikari eftir en áður. Lánshæfismatið lækkaði úr Aa1 í...
22.09.2017 - 22:29

Brexit: Víðtækar lagaheimildir vekja ugg

Breska þingið samþykkti í fyrrinótt svokölluð afnámslög, lög sem nema úr gildi lög frá 1972 um aðild Breta í Evrópusamvinnunni og öll lög sem hafa sprottið af þeirri aðild. Lögin eru nauðsynlegt skref á leið Breta úr Evrópusambandinu. Theresa May...
13.09.2017 - 15:18

Góð staða á breskum vinnumarkaði

Atvinnuleysi í Bretlandi er 4,2 prósent um þessar mundir og hefur ekki verið minna í 42 ár. Í frétt frá hagstofunni í Lundúnum kemur fram að í lok júlí hafi fjórtán hundruð og sextíu þúsund verið skráðir atvinnulausir. Það eru 175 þúsundum færri en...
13.09.2017 - 11:14

ESB-útgöngulöggjöf samþykkt á breska þinginu

Neðri deild breska þingsins samþykkti á mánudagskvöld umdeilda löggjöf í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, eftir heitar, átta klukkustunda langar umræður. Lagabálkurinn, sem gengur undir heitinu „EU-withdrawal bill“ eða ESB-...
12.09.2017 - 03:14

Brexit-tíminn tifar

Tíminn líður í skilnaðarviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Á blaðamannafundi í Brussel fyrir helgi eftir þriðju samningalotuna sagði David Davis Brexit-ráðherra Breta að nálgun Breta í skilnaðarviðræðum við Evrópusambandið væri sveigjanleg og...
06.09.2017 - 17:00

Lítill gangur í Brexit-viðræðum

Lítill árangur virðist hafa náðst í þriðju lotu samningaviðræðna Evrópusambandsins og Breta um útgöngu úr sambandinu. Aðalsamningamaður Breta vill meiri sveigjanleika af hálfu ESB. 
31.08.2017 - 22:35
Erlent · Bretland · Brexit · ESB

Bretar vilja frjálst flæði um írsku landamærin

Breska ríkisstjórnin vill tryggja áfram frjálst flæði fólks og varnings yfir landamærin á Írlandi, eftir úrsögnina úr ESB. Írar taka vel í þessar hugmyndir, en Evrópusambandið segir ótímabært að ræða þetta. Þetta er nýjasta útspil breskra yfirvalda...
16.08.2017 - 22:57

Írland: Bretar vilja áfram frjálst flæði

Breska stjórnin vill ekki neinar varðstöðvar á landamærum Írlands og Norður-Írlands eftir úrsögnina úr Evrópusambandinu.
16.08.2017 - 11:36

Írar hafa miklar áhyggjur af Brexit

Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, lýsti miklum áhyggjum Íra af afleiðingum útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í heimókn til Norður-Írlands í gær. Hann sagði að það væri skylda stjórnmálamanna að sjá til þess að landamæri skilji ekki að Norður-...
04.08.2017 - 23:06

Tollar á íslenskar afurðir gætu orðið 20%

Tollar á íslenskar sjávarafurðir gætu farið úr núll upp í 20 prósent þegar Bretland gengur úr Evrópusambandinu. Þetta segir formaður ráðherranefndar vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr ESB. Vonir standa þó til að hægt verði að semja við Breta um...
04.08.2017 - 18:26

Sannfærður um að Brexit var rétt ákvörðun

Michael Gove, umhverfis-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Bretlands, er sannfærður um að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt og leiði til velsældar. Gove var einn helsti hugmyndafræðingur úrsagnarhreyfingarinnar og...
03.08.2017 - 16:51

Stofnanir ESB í Bretlandi eftirsóttar

Borgaryfirvöld í nítján borgum í Evrópu hafa óskað eftir því að fá til sín Lyfjastofnun Evrópusambandsins, EMA, þegar Bretland gengur úr sambandinu. Þá hafa átta borgir óskað eftir því að fá að hýsa Bankasýslu Evrópu, EBA. Báðar hafa þessar evrópsku...
01.08.2017 - 10:27

Skotar hafa áhyggjur af Skotanum eftir Brexit

Skotar hafa af því nokkrar áhyggjur að stjórnvöld í Lundúnum láti skoska hagsmuni mæta afgangi í viðræðunum um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu. Framtíð þjóðardrykkjarins, hins skoska viskís, veldur þeim sérstökum áhyggjum. Keith Brown er...
31.07.2017 - 07:15

Engin atkvæðagreiðsla í bráð

Undirbúningi fyrir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður slegið á frest. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins greindi frá þessu á þingi í dag. 
27.06.2017 - 15:18

Danir finna fyrir BREXIT

Danskur útflutningur hefur orðið fyrir högginu á BREXIT, nú þegar meira en ár er liðið frá þjóðaratkvæðagreiðslunni á Bretlandi. Þetta segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Þótt pundið hafi hrunið í verði nánast um leið og niðurstöður...
26.06.2017 - 06:15