Evrópa

Kafbátsflak fannst undan Belgíu

Flak þýsks kafbáts frá fyrri heimsstyrjöldinni fannst undan Ostende í Belgíu í sumar. Belgískir embættismenn greindu frá þessu í dag, sögðu flakið heillegt og að hugsanlega væri þar að finna líkamsleifar tuttugu og þriggja manna áhafnar bátsins.
19.09.2017 - 13:36

Fylgi stóru flokkanna hefur lítið breyst

Munurinn á stóru flokkunum í Þýskalandi hefur minnkað lítillega samkvæmt könnun sem sjónvarpsstöðin RTL birti í morgun fimm dögum fyrir kosningar.
19.09.2017 - 11:55

Macron ræddi við Kagame

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Pauul Kagame, forseti Rúanda, ræddust við í New York í gærkvöld. Fundurinn þykir merkilegur fyrir þær sakir að stirt hefur verið milli ríkjanna frá fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, en Kagame hefur sakað  ...
19.09.2017 - 10:59

Bjargvættur heimsins látinn

Stanislav Petrov, fyrrum sovéskur herforingi, er látinn, 77 ára að aldri. Talið er að heimsbyggðin standi í þakkarskuld við Petrov, en honum hefur verið eignaður heiðurinn af því að forða heiminum frá kjarnorkustyrjöld árið 1983.
19.09.2017 - 03:10

Ákærð fyrir morð á elliheimili

Réttarhöld hófust í Þýskalandi í dag yfir tveimur körlum og konu, sem grunuð eru um að hafa myrt að minnsta kosti tvo vistmenn á elliheimili, þar sem þau störfuðu. Rannsókn er hafin á fjörutíu dauðsföllum til viðbótar á elliheimilinu.
18.09.2017 - 13:27

Þúsundir deyja vegna dísilbíla í Evrópu

Líkur eru á að um fimm þúsund Evrópubúar deyi á ári hverju vegna mengunar frá dísilknúnum bifreiðum sem sagðar voru umhverfisvænar. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtar eru í dag. 
18.09.2017 - 06:04

Vilja refsa Merkel grimmilega

Þjóðernisflokkurinn Alternativ für Deutschland, eða AfD, hyggst beita sér fyrir því að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, verði refsað fyrir innflytjendastefnu sína þegar flokkurinn fær sæti á þýska þinginu. Miðað við kannanir lítur út fyrir að AfD...

Mannskætt óveður í Rúmeníu

Átta eru látnir og tugir slasaðir eftir mikið óveður í Rúmeníu í dag. Þök rifnuðu af húsum og tré rifnuðu upp með rótum í rokinu sem náði allt að 28 metrum á sekúndu í hviðum. Óveðrið geisaði við borgina Timisoara á vesturhluta landsins, áður en það...
18.09.2017 - 01:17

Albert Speer yngri látinn

Þýski arkítektinn Albert Speer yngri er látinn 83 ára að aldri. Faðir hans var arkitektinn Albert Speer sem var einn nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitlers í Þýskalandi nasismans. Speer yngri naut hinsvegar virðingar fyrir að vinna með sagnfræðingum...
17.09.2017 - 11:25

Annar handtekinn og fleiri leitað í Lundúnum

Ríflega tvítugur karlmaður var handtekinn í Hounslow í gærkvöldi í tengslum við sprengjuárás í neðanjarðarlestarstöðina í Parsons Green í Lundúnum á föstudag þar sem 30 særðust.
17.09.2017 - 07:48

Danskri konu vísað frá Brussel

Danskri konu var vísað frá flugvellinum í Brussel í Belgíu í vikunni. Konan var klædd í niqab, sem er andlitsblæja sem hylur allt nema augun. Hún er sögð hafa neitað að taka blæjuna frá andlitinu svo öryggisverðir gætu borið kennsl á hana, að sögn...
17.09.2017 - 03:46

Handtaka og húsleit vegna sprengjuárásar

18 ára gamall karlmaður var handtekinn vegna gruns um aðild að sprengingu í jarðlest við lestarstöðina í Parsons Green í Lundúnum í gærmorgun. Húsleit stendur yfir hjá lögreglu á heimili í Sunbury-On-Thames í Surrey, skammt vestur af Lundúnum....
16.09.2017 - 22:55

Danskir þingmenn undrast spænsk stjórnvöld

17 þingmenn danska þingsins, þeirra á meðal fyrrverandi ráðherrar, hafa sent bréf til spænskra stjórnvalda þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af ástandinu í Katalóníu.
16.09.2017 - 18:18

Hæsta viðbúnaðarstig á Bretlandi

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka er á hæsta stigi á Bretlandi. Lögreglan í Lundúnum leitar nú ákaft þeirra sem sprengdu sprengju í jarðlestarstöð í Parsons Green í vesturhluta borgarinnar í gærmorgun. 29 særðust í sprengingunni. Hundruð...
16.09.2017 - 09:44

18 á sjúkrahús eftir sprengingu í Lundúnum

Átján voru fluttir á sjúkarhús eftir sprengingu í lest á jarðlestarstöðinni í Parsons Green í vesturhluta Lundúna í morgun. Yfirstjórn sjúkraflutninga í borginni greindi frá þessu og sagði að enginn væri í lífshættu.
15.09.2017 - 10:43