Filippseyjar

Frelsuðu kaþólskan prest á Filippseyjum

Kaþólskur prestur, sem rænt var á Filippseyjum fyrir hátt í fjórum mánuðum, er frjáls ferða sinna á ný. Presturinn, Teresito Suganob, var í haldi mannræningja sem berjast undir merkjum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins. Að sögn...
18.09.2017 - 07:13

Herinn nær völdum á bækistöð vígamanna

Filippeyski herinn náði völdum á bækistöðvum hryðjuverkasveitar í borginni Marawi á suðurhluta landsins í gær. Átök hafa staðið um borgina í fjóra mánuði eftir að vígamenn gerðu áhlaup þar.
17.09.2017 - 05:56

Duterte hótar herlögum

Forseti Filippseyja hótar herlögum á landið ef mótmæli andstæðinga hans fara úr böndunum. Frá þessu greinir varnarmálaráðherra landsins í dag. Boðað hefur verið til mótmælafundar á fimmtudag í næstu viku vegna herferðar forsetans gegn eiturlyfjum.
15.09.2017 - 10:06

Lækka framlag til mannréttindanefndar

Neðri deild filippeyska þingsins samþykkti að lækka framlag ríkisins verulega til mannréttindanefndar þess. Nefndin hlýtur aðeins eitt þúsund pesóa, jafnvirði rúmlega tvö þúsund króna, úr fjárlögum næsta árs.
13.09.2017 - 04:20

Blóðrauð nótt í Filipsseyjum

Blóðugasta nótt stríðsins gegn fíkniefnum í Filippseyjum varð síðustu nótt þegar lögreglan drap minnst 20 manns í aðgerðum sínum. Samkvæmt opinberum gögnum fór lögreglan í 26 aðgerðir vegna fíkniefnamála í 12 borgum og bæjum norður af Manila. Auk...
16.08.2017 - 04:27

Þjóðhátíðardagur í skugga átaka

Filippeyski fáninn var reistur að húni á þjóðhátíðardegi landsins í skugga gríðarlegra átaka í borginni Marawi. Átökin settu svip sinn á daginn, sem notaður var til að minnast þeirra hermanna sem fallið hafa í átökunum við vígamenn í borginni.
12.06.2017 - 06:40

Bandaríkjaher til aðstoðar á Filippseyjum

Sérsveitarmenn úr Bandaríkjaher eru komnir til borgarinnar Marawi á Filippseyjum, þar sem hryðjuverkamenn hafa farið mikinn að undanförnu. Þrettán filippseyskir landgönguliðar féllu þar í bardaga í nótt.
10.06.2017 - 15:03

Filippseyjar biðja um aðstoð Bandaríkjahers

Herskáir íslamistar drápu þrettán hermenn í borginni Marawi í Filippseyjum í dag. Talsmaður hersins greindi frá þessu í morgun. Stanslaus átök hafa verið í borginni í tvær vikur. Herlög eru í gildi á Mindanao eyju, þar sem Marawi er.
10.06.2017 - 08:14

Kennsl borin á brennuvarginn í Manila

Kennsl hafa verið borin á mann sem varð 37 að bana í Manila, höfuðborg Filippseyja, í síðustu viku þegar hann réðst inn í spilavíti á hóteli í borginni og kveikti þar eld. Maðurinn hét Jessie Javier Carlos, var 43 ára Filippseyingur, þriggja barna...
05.06.2017 - 02:30

Réðst inn í spilavíti og kveikti í – 36 látnir

Að minnsta kosti 36 eru látnir eftir eldsvoða í spilavíti og hóteli í Manila, höfuðborg Filippseyja í nótt. Maður vopnaður vélbyssu réðst inn í spilavítið á Resorts World Manila-hótelinu, skaut á sjónvarpsskjái og kveikti í spilaborðum. Svo virðist...
02.06.2017 - 05:21

Her Filippseyja grandaði sínum eigin mönnum

Tíu filippseyskir hermenn féllu og átta til viðbótar særðust þegar samherjar þeirra í hernum vörpuðu sprengjum á borgina Marawi í suðurhluta landsins í gær, miðvikudag. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana staðfestir þetta og segist iðrast...
01.06.2017 - 04:18

Krefjast uppgjafar vígamanna í Marawi

Filippeysk stjórnvöld krefjast þess að vígamenn í borginni Marawi leggi niður vopn. Yfir 100 hafa fallið í átökum í borginni frá því þau hófust fyrir viku. Þyrlur voru notaðar til að gera flugskeytaárásir á hverfi sem vígamenn náðu á sitt vald í...
30.05.2017 - 05:46

Um 90 látnir í átökum á Filippseyjum

Vígamenn hafa myrt 19 almenna borgara í filippeysku borginni Marawi síðustu daga. Nærri vika er síðan átök hófust á milli vígamanna og öryggissveita í borginni, og hafa herlög verið sett á Mindanao-eyju.
28.05.2017 - 06:10

Herinn beitir sprengjuárásum í Marawi

Öryggissveitir filippeyskra stjórnvalda vörpuðu sprengjum á vígasveitir íslamista í borginni Marawi í suðurhluta Filippseyja í nótt. Átök hafa staðið yfir í borginni í fimm daga og hafa tugir þúsunda almennra borgara flúið heimili sín. Herlög eru á...
27.05.2017 - 06:24

Átök harðna á suðurhluta Filippseyja

Vígamenn stormuðu í gegnum borgina Marawi í suðurhluta Filippseyja í dag og féllu minnst 21 í átökum þeirra við öryggissveitir. Þeir lögðu eld að húsum, rændu rómversk kaþólskum presti og söfnuði hans og reistu fána samtakanna sem kenna sig við...
25.05.2017 - 01:53