Landhelgisgæslan

100 milljónir til undirbúnings á þyrlukaupum

Gert er ráð fyrir að 100 milljónir króna fari til undirbúnings á endurnýjun þyrluflota Landhelgisgæslunnar í fjárlagafrumvarpi næsta árs.
14.09.2017 - 07:10

Umfangsmikil björgunaræfing á Grænlandssundi

Arctic Guardian 2017, fyrsta sameiginlega leitar- og björgunaræfing samtaka strandgæslustofnana norðurslóðaríkja hófst á sjöunda tímanum í gærkvöld þegar skipin fimm sem notuð eru í æfingunni héldu til hafs frá Reykjavíkurhöfn. Æfingin fer fram á...
06.09.2017 - 03:43

Eldur í báti út af Dýrafirði

Eldur kviknaði í fiskibátnum Agli ÍS 77 út af Dýrafirði í kvöld. Fjórir menn voru um borð, en að sögn Ásgríms J. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, eru þeir ekki taldir í neinni hættu. Sex vestfirskir slökkviliðsmenn...
28.08.2017 - 00:12

Kanadískar orrustuþotur til æfinga á Íslandi

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar kanadíska flughersins. Flugsveitin kemur til landsins með sex Hornet CF-188 orrustuþotur.
11.05.2017 - 16:49

Annar kajakræðaranna er látinn

Annar kajakræðaranna sem bjargað var úr sjónum við ós Þjórsár í gærkvöldi er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem fer með rannsókn málsins.
30.04.2017 - 16:58

Getur tekið gæsluna 4 daga að komast á staðinn

Ekkert land getur brugðist við sjávarháska skemmtiferðaskipa á norðurslóðum á eigin spýtur. Það getur tekið allt að fjóra daga fyrir varðskip Landhelgisgæslunnar að komast á vettvang slyss og því mikilvægt að virkja nálæg veiði- og farþegaskip.
05.04.2017 - 12:22

TF SIF komin aftur frá Miðjarðarhafinu

TF SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag, eftir að hafa verið rúma tvo mánuði við Miðjarðarhafið í verkefnum fyrir Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu. Fastlega er búist við að vélin fari aftur suður á...
31.03.2017 - 18:12

Tilkynnt um neyðarblys við Berufjörð

Landhelgisgæslan fékk tilkynningu í gærkvöld um að sést hafi ljós á himni við Berufjörð sem minnti á neyðarblys. Málið var kannað og er einskis skips saknað. Tvö skip eru nálægt svæðinu þar sem sást til ljóssins og voru þau fengin til þess að sigla...
09.12.2016 - 04:13

Gæslan svaraði boði úr bandarískum neyðarsendi

Boð úr bandarískum neyðarsendi af hálendinu norðaustan Hofsjökuls bárust stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um hádegið í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var við eftirlit fiskiskipa við Húnaflóa, var um leið send á staðinn. Þar voru fimm bandarískir...
03.11.2016 - 14:45

Slasaðist við fall um borð

Varðskipið Þór var kallað út um klukkan 18:00 í kvöld vegna manns sem slasast hafði við fall um borð í skipi um 70 sjómílum vestur af Bjargtöngum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Landhelgisgæslunnar. Um klukkan 22:00 fóru sjúkraflutningamenn...
14.10.2016 - 00:17

Norskt skip í vanda í Arnarfirði

Norskt fiskflutningaskip, Gunnar Thordarson, lenti í vandræðum innarlega í Arnarfirði um áttaleytið í kvöld þegar það fékk tóg úr eldiskví í skrúfuna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Landhelgisgæslunnar. 
13.10.2016 - 00:48

Mikilvægur endurvarpi eldsneytislaus

Í gær slokknaði á endurvarpa sjálfvirks auðkenniskerfis Landhelgisgæslunnar efst á Straumnesfjalli norðan við Aðalvík og var slökkt á honum í nokkrar klukkustundir. Endurvarpinn tekur við upplýsingum um hvaða bátar eru á svæðinu og hvar og sendir...
01.07.2016 - 16:12