Mjanmar

Vilja komast að héruðum Róhingja í Mjanmar

Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum segir mikilvægt að nefndin fá óheftan aðgang að héruðum Róhingja múslima í Mjanmar til þess að rannsaka meint mannréttindabrot þar.
19.09.2017 - 13:43

Suu Kyi fordæmir mannréttindabrot í Rakhine

Aung San Suu Kyi, forseti Mjanmars, segist finna til með öllum þeim sem þjást vegna átakanna í Rakhine héraði landsins. Hún segir stjórnvöld áhyggjufull yfir þeim fjölda múslima sem hafa flúið átakasvæði yfir til Bangladess. 
19.09.2017 - 05:15
Erlent · Asía · Mjanmar

Verða að komast til Rakhine-héraðs

Samtökin Læknar án landamæra segjast verða að komast til Rakhine-héraðs í Mjanmar án tafar. Þau hafa farið fram á það við ráðamenn í landinu að fá að senda þangað hjálparstarfsmenn til aðstoðar minnihlutahópi rohingja sem sæta þar ofsóknum.
18.09.2017 - 08:43

Ferðafrelsi Róhingja í Bangladess takmarkað

Stjórnvöld í Bangladess hafa tilkynnt um víðtækar hömlur á ferðafrelsi Róhingja-múslima sem hafa flúið þangað frá Mjanmar. Um 400 þúsund Róhingjar hafa komið yfir landamærin frá því í ágúst. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir...
16.09.2017 - 16:34

Rohingjar flýja enn Mjanmar

Sameinuðu þjóðirnar báðu í dag alþjóðasamfélagið um hjálp vegna flóttamannavandans í Bangladess. Stöðugur straumur Rohingja er yfir landamærin frá Mjanmar og samkvæmt fulltrúa Alþjóðastofnunarinnar um fólksflutninga IOM hafa um 10.000 flúið þaðan...
14.09.2017 - 16:03

Suu Kyi sendir staðgengil á allsherjarþing

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmars, hefur ákveðið að verða ekki viðstödd allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. AFP fréttastofan hefur þetta eftir talsmanni stjórnvalda. Varaforsetinn Henry Van Thio verður staðgengill hennar. 
13.09.2017 - 05:35
Erlent · Asía · Mjanmar

Jarðsprengjur á flóttaleið rohingja

Flóttamenn úr minnihlutahópi rohingja sem flýja ofsóknir hersins í Mjanmar yfir landamærin til Bangladess hafa margir stórslasast af jarðsprengjum sem herinn hefur lagt út á flóttaleið fólksins. Mannréttindasamtökin Amnesty saka stjórnvöld í...
12.09.2017 - 10:09

Fordæmir aðgerðir hersins í Mjanmar

Zeid Ra'ad Al Hussein, yfirmaður mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fordæmir kerfisbundnar árásir hersins í Mjanmar á fólk sem tilheyrir minnihlutahópi rohingja í landinu. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi neitað að leyfa...
11.09.2017 - 09:17

Uppreisnarmenn Rohingja boða vopnahlé

Uppreisnarmenn úr röðum Rohingja hafa tilkynnt að þeir muni láta af öllu vopnaskaki á morgun, sunnudag, og ekki taka til vopna á ný, ótilneyddir, fyrr en eftir mánuð. Í tilkynningu frá uppreisnarmönnum, sem kalla sig Frelsisher Rohingja í Rakhine-...
09.09.2017 - 23:05

146.000 hafa flúið Mjanmar vegna átaka

Straumur flóttafólks yfir landamæri Mjanmar að Bangladess heldur áfram og er nú áætlað að 146.000 manns hafa flúið síðan 25. ágúst síðastliðinn, að því er AFP fréttaveitan greinir frá. Átök brutust þá út eftir að hópur Rohingja réðist á rúmlega 20 ...
06.09.2017 - 17:00

Guterres eykur þrýsting á stjórnina í Mjanmar

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir þjóðernishreinsanir vofa yfir í Mjanmar og leggur hart að stjórnvöldum í Rangoon að stöðva þegar í stað allt ofbeldi gagnvart Rohingja-múslímum í Rakhine-héraði. Um 125.000 Rohingja-...
06.09.2017 - 05:37

37.000 flóttamenn á einum sólarhring

Um 37.000 hafa flúið fá Mjanmar til Bangladess síðasta sólarhring, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Alls hafa nær 125.000 flóttamenn, flestir Rohingjar, leitað skjóls í Bangladess síðustu vikur.
05.09.2017 - 07:50

Um 60 þúsund manns flýja Mjanmar

Næstum því 60 þúsund manns hafa flúið frá Mjanmar til nágrannalandsins Bangladess á undanförnum dögum vegna mannskæðra átaka sem geisa í landinu. Þetta hefur fréttastofa AFP eftir flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Flestir flóttamennirnir eru ...
02.09.2017 - 16:39

89 féllu og þúsundir reyndu að flýja

Minnst 89 féllu í átökum vígasveita rohingja-múslima og landamæralögreglu í vesturhluta Mjanmar á föstudagsmorgun. Þetta upplýsir skrifstofa Aung San Suu Kyi, sem titluð er ríkisráðgjafi en er í raun leiðtogi stjórnarinnar. Þúsundir rohingja-múslima...
26.08.2017 - 04:48

12 látnir í blóðugum átökum í Mjanmar

Minnst tólf manns létu lífið í mörgum, samstilltum árásum vígamanna á landamærastöðvar í Rakhine-héraði í Mjanmar skömmu fyrir dögun. Fimm hinna föllnu voru lögreglumenn í landamæralögreglunni en hinir sjö eru úr hópi árásarmanna. Í tilkynningu frá...
25.08.2017 - 05:24