Noregur

Norskir flugmenn sömdu við SAS

Kjarasamingar náðust í nótt milli flugmanna og SAS í Noregi eftir hálfs árs þref. Verkfall á sjötta hundrað flugmanna hjá fyrirtækinu hófst á miðnætti. SAS aflýsti í gær um það bil hundrað flugferðum í dag vegna verkfallsins.
14.09.2017 - 09:43

SAS aflýsir hundrað flugferðum í Noregi

Norræna flugfélagið SAS hefur aflýst um það bil eitt hundrað flugferðum í Noregi á morgun vegna yfirvofandi verkfalls. Á sjötta hundrað flugmenn leggja niður störf á miðnætti hafi ekki samist við flugfélagið um kaup og kjör fyrir þann tíma.
13.09.2017 - 16:47

Verkfall yfirvofandi hjá SAS í Noregi

Samninganefndir flugfélagsins SAS í Noregi og flugmanna sitja á fundi hjá ríkissáttasemjara í Ósló og reyna að leysa kjaradeilu sem staðið hefur síðastliðið hálft ár. Takist það ekki leggja 558 flugmenn SAS í Noregi niður störf á miðnætti.
13.09.2017 - 14:06

„Við höfum stuðning til næstu fjögurra ára“

„Við höfum fengið stuðning til næstu fjögurra ára. af því að við höfum sýnt fram á árangur. Við höfum tekist á við áskoranir og lagt þær að baki. Forysta okkar hefur fallið í kramið hjá kjósendum,“ sagði Erna Solberg, formaður Hægri flokksins, þegar...
11.09.2017 - 22:34

Norska ríkisstjórnin heldur meirihluta

Ríkisstjórn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, er með 89 þingmenn en minnihlutinn með 80 þegar rúmlega helmingur atkvæða hefur verið talinn úr kjörkössunum í Noregi. Þetta svipuð skipting og fyrstu tölur sýndu klukkan sjö í kvöld.
11.09.2017 - 19:04
Mynd með færslu

Kosningavaka í Noregi

Kjörstöðum verður lokað í Noregi klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og þá verða birtar fyrstu tölur og spár um niðurstöður þingkosninganna í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar tölur eru birtar í Noregi.
11.09.2017 - 17:29

Spennandi kjördagur í Noregi

Kosið er til þings í Noregi í dag og útlit er fyrir að mjótt verði á munum milli stærstu flokkanna tveggja, það er Hægri flokks Ernu Solberg forsætisráðherra og Verkamannaflokks Jonasar Gahrs Störes sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Kjörstaðir...
11.09.2017 - 08:10

Spenna fyrir kosningar í Noregi á mánudag

Mikil spenna er fyrir kosningarnar í Noregi á mánudag. Kannanir gefa til kynna að borgaraflokkarnir fái meirihluta á þingi. Margir telja þó óvíst að stjórnarsamstarf verði með sama hætti og undanfarin ár.
09.09.2017 - 07:00

Tekist á um innflytjendur og olíu

Leiðtogar níu flokka mættust í beinni útsendingu norska sjónvarpsins, NRK, í kvöld, í síðustu kappræðunum fyrir þingkosningarnar sem fara fram í Noregi á mánudag. Voru þeir á einu máli um að kosningarnar yrðu örugglega hnífjafnar og spennandi, en...
09.09.2017 - 03:22

Hægri flokkurinn stærstur í Noregi

Kosningar verða í Noregi 11. september og er mjög mjótt á mununum á milli borgaraflokkanna, sem verið hafa í stjórn í fjögur ár, og vinstri flokkanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska ríkisútvarpið, NRK, er Hægri flokkurinn nú...
29.08.2017 - 22:48

„Engin merki um Elliðaárstofn í Djúpinu“

Laxastofnarnir í ánum sem liggja í Ísafjarðardjúp eru einstakir og eiga sér um 10 þúsund ára sögu. Þetta segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Verið er að rannsaka hvort lax í Breiðdalsá í Breiðdalsvík er innblandaður....
25.08.2017 - 17:14

Kortleggur sjálfsvíg á norskum stofnunum

Við eigum að reyna að koma í veg fyrir öll sjálfsvíg á sjúkrastofnunum en við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að það gæti reynst verulega erfitt. Þetta segir Lars Mehlum, prófessor í sjálfsvígsfræði hjá Sjálfsvígsrannsóknamiðstöð Noregs í...
15.08.2017 - 16:16

Albönsk glæpagengi mála svart í Noregi

Skipulögð glæpasamtök frá Albaníu hafa sett á fót ólögleg málningarfyrirtæki í Noregi og hafa meðal annars fengið verk við ráðherrabústað og konungshöll að því er fram kemur í nýútgefinni bók, Svartmaling: Kriminelle bygger Norge eða Málað svart;...
10.08.2017 - 10:27

Norrænir nasistar mótmæltu „hommaáróðri“

Norskir og sænskir nýnasistar fylktu fámennu liði í ólöglegri kröfugöngu í miðbæ Kristiansand í Noregi um hádegisbil á laugardag. 18 sænskir skoðanabræður þeirra voru hins vegar handteknir á landamærum Noregs og Svíþjóðar. Nýnasistar í samtökum sem...
30.07.2017 - 01:51

200 norsk heimili rafmagnslaus

Um 200 hús eru rafmagnslaus eftir þrumuveður, úrhelli og flóð í Noregi í gær. Flóðin rufu vegi og hrifu með sér brýr og hús. Hans Örjasæter, talsmaður rafveitnanna segir ekki hlaupið að því að gera við og líkast til verði menn án rafmagns í nokkra...
25.07.2017 - 16:34