Rúmenía

Mannskætt óveður í Rúmeníu

Átta eru látnir og tugir slasaðir eftir mikið óveður í Rúmeníu í dag. Þök rifnuðu af húsum og tré rifnuðu upp með rótum í rokinu sem náði allt að 28 metrum á sekúndu í hviðum. Óveðrið geisaði við borgina Timisoara á vesturhluta landsins, áður en það...
18.09.2017 - 01:17

Ný flóttaleið að opnast til Evrópu

Yfirvöld í Rúmeníu björguðu í nótt 150 flóttamönnum af báti á Svartahafi. Flestir voru þeir frá Írak, þar af um 50 konur og álíka fjöldi barna. Þetta er fimmta skipti sem Rúmenar bjarga bátaflóttamönnum úr háska á Svartahafi frá því í ágúst.
13.09.2017 - 10:11

17 börn dáin úr mislingum í Rúmeníu

Sautján börn hafa látist af völdum mislinga í Rúmeníu frá því í september í fyrra. Ekkert þeirra var bólusett gegn sjúkdómnum. 1940 smituðust af mislingum í Rúmeníu árið 2016. Árið áður, 2015, voru einungis sjö tilfelli skráð í Rúmeníu. Talið er að...
13.03.2017 - 19:15

Enn er mótmælt í Rúmeníu

Tugþúsundir Rúmena söfnuðust saman við þinghúsið í Búkarest í dag, mótmæltu spillingu og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar og nýrra kosninga, þrettánda daginn í röð. Talið er að allt að 50.000 manns hafi verið við þinghúsið þegar mest var. Um 20....
12.02.2017 - 22:55

Dómsmálaráðherra Rúmeníu segir af sér

Florin Iordache, dómsmálaráðherra Rúmeníu, sagði af sér í dag vegna fjölmennra mótmæla gegn stjórn landsins undanfarna daga. Hann tók þátt í að semja tilskipun sem hafði það að markmiði að draga úr refsingum við spillingu. Rúmenar töldu að með...
09.02.2017 - 13:19

Myndskeið: Hálf milljón mótmælti í Rúmeníu

Um það bil hálf milljón Rúmena tók í dag þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þau hafa staðið síðastliðna sex daga. Tvö til þrjú hundruð þúsund komu saman í höfuðborginni Búkarest, 45 þúsund í Cluj-Napoca, 40 þúsund í Timisoara og þúsundir í fleiri...
05.02.2017 - 21:47

Stjórnvöld í Rúmeníu gefa eftir

Sorin Grindeanu, forsætisráðherra Rúmeníu, ætlar að draga til baka opinbera tilskipun sem felur í sér að það verður ekki saknæmt að þiggja mútur og misbeita valdi sínu ef ávinningurinn er innan við tvö hundruð þúsund lei, jafnvirði rúmlega fimm...
04.02.2017 - 20:30

Mikil reiði meðal almennings í Rúmeníu

Fjórða daginn í röð flykktust tugir þúsunda á götur Búkarest, og annarra rúmenskra borga, til þess að mótmæla frumvarpi sem samþykkt var seint á þriðjudagskvöld. Frumvarpið gæti orðið til þess að spilltir stjórnmálamenn sleppi við refsingu, og þeir...
04.02.2017 - 01:38

Afglæpavæðingu spillingar mótmælt

Fjölmennustu mótmæli Rúmeníu frá falli kommúnismans árið 1989 voru í dag þegar yfir 200 þúsund mótmæltu stjórnvöldum. Mótmælt var um allt land og snerust þau gegn samþykkt stjórnvalda á þriðjudagskvöld um að spilling og aðrar misgjörðir...
02.02.2017 - 01:29

Öflugur skjálfti skók Rúmeníu

Öflugur jarðskjálfti skók austurhluta Rúmeníu í nótt. Skjálftinn fannst greinilega í höfuðborginni Búkarest. Engar fregnir hafa enn borist af slysum á fólki eða tjóni á mannvirkjum. Skjálftinn var 5,2 að stærð samkvæmt mælingum rúmensku...
28.12.2016 - 02:54