Örvarpið 2017

Örvarpið snýr aftur og hefur opnað fyrir umsóknir!

Þetta er fimmta tímabil Örvarpsins á RÚV. Þið getið sent inn myndina ykkar með því að klikka á “senda inn” flipann hér á síðunni. Myndin fer þá í pottinn fyrir valnefnd sem vikulega velur eina örmynd til birtingar í haust. Fyrsta birting verður fimmtudaginn 5. október!

Því fyrr sem þú sendir inn myndina þína, því lengur er hún í pottinum. Valnefnd skipa Eva Sigurðardóttir og Sindri Bergmann.

Við hlökkum til að sjá þína mynd!

 

1. september - opnar fyrir umsóknir

5. október - fyrsta birting

6. desember - lokar fyrir umsóknir

Mars 2016 - örmyndahátíð Örvarpsins í Bíó Paradís á kvikmyndahátíðinni Stockfish, stockfishfestival.is

Örvarpið 2015 – allar myndirnar

Uppskeruhátíð Örvarpsins verður haldin hátíðleg laugardaginn 5. mars, frá kl. 18.00-21.00 í Bíó Paradís.
29.02.2016 - 12:22

Hvaða örmynd er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Uppskeruhátíð Örvarpsins 2015 verður haldin í Bíó Paradís, laugardaginn 5. mars, frá kl. 18.00. Þar mun örmynd ársins verða tilkynnt. Einnig verða veitt áhorfendaverðlaun, en öll verðlaun verða veitt frá Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi.
01.03.2016 - 11:14

Uppskeruhátíð Örvarpsins

UPPSKERUHÁTÍÐ ÖRVARPSINS VERÐUR HALDIN HÁTÍÐLEG LAUGARDAGINN 5. MARS FRÁ KL 18:00-21:00 N.K Í BÍÓ PARADÍS – TAKIÐ DAGINN FRÁ!
08.02.2016 - 16:39

Örvarpið í Bíó Paradís laugardaginn 5. mars

Þriðja tímabil Örvarpsins hóf göngu sína á RÚV í haust. Fjórtán örmyndir urðu fyrir valinu af innsendum myndum yfir tímabilið. Valnefnd skipuðu þau Sindri Bergmann og Dögg Mósesdóttir.
04.02.2016 - 11:31

Vika tileinkuð konum í kvikmyndum

Fimmta vika Örvarpsins á RÚV (birting 29. október) er tileinkuð konum í kvikmyndum. Einungis örmyndir eftir konur koma til álita þá vikuna, og hlýtur valin mynd sérstök verðlaun frá Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi, auk þess að keppa um...
28.10.2015 - 12:10

Masterclass Örvarpsins og Nýherja

Nýherji og Örvarpið standa fyrir Masterclass fimmtudaginn 17. september nk kl. 20:00. þar sem Ragnar Bragason, leikstjóri, mun leiða okkur um allar götur kvikmyndagerðar.
27.08.2015 - 14:54

Örvarpið 2016

Katrín lilja

Stutt en áhrifarík innsýn inn í líf og aðstæður langveiks barns sem þrátt fyrir allt brosir sínu breiðasta af einskærri lífsgleði.
17.11.2016 - 20:55

Fatamarkaður Jörmundar

Fatamarkaður Jörmundar er lágstemmd og falleg mynd. Tónlist og klipping styðja vel við fallega kvikmyndatöku. Myndin veitir góða innsýn inn í daglegt líf Jörmundar Inga Hansen og viðskipti hans með notaðan fatnað fyrir herramenn.
11.11.2016 - 08:26

Flóttamanneskja

Áhrifamikil skyndimynd af raunveruleika dagsins í dag þar sem höfundur fangar örfá augnablik í lífi nokkurra flóttamanna sem segja meira en þúsund orð.
03.11.2016 - 20:55

HAMUR

HAMUR fjallar um kyngervi og frelsið að fá að vera maður sjálfur. Myndin er stílhrein þar sem hver rammi er úthugsaður. Samspil tónlistar og klippingar er mjög gott og öll tæknivinnsla til fyrirmyndar.
27.10.2016 - 20:55

Morgunmatur

Einföld en athyglisverð mynd sem fangar athygli áhorfandans með skemmtilegum en óvenjulegum tækniútfærslum.
20.10.2016 - 20:55

Sagan endalausa

Sagan endalausa veitir áhorfendum góða innsýn inn í heim heyrnarlausra barna á þeim tímum sem táknmál var bannað. Myndin er hljóðlaus og tekst mjög vel að koma til skila þeim eymdarlega veruleika sem lífið getur verið án tungumáls og samskipta.
13.10.2016 - 16:54

Örvarpið 2015

Misty Rain

Mynd eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, um konu sem hefur upplifað umbreytingu.
10.12.2015 - 20:55

Von

Mynd eftir Atla Þór Einarsson.
03.12.2015 - 20:55

Amma

Þér er boðið að halda upp á róleg og notaleg jól með þriggja manna og þriggja kynslóða fjölskyldu sem hefur haldið upp á jólin með sínu sniði í þrjátíu ár. – Hugljúf og falleg jólasaga.
26.11.2015 - 21:00

Hvað er Örvarpið?

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.

Gerðu tilraunir með örmyndaformið, hvort sem eru tilraunakenndar stuttmyndir, vídeólist, hreyfimyndir, stutt-heimildarmyndir, tölvuteiknimyndir eða eitthvað allt annað – allt er leyfilegt.

Myndin má ekki vera lengri en 5 mínútur.

Sérstök valnefnd velur vikulega eitt verk til sýningar á haustin hér á vefsvæði Örvarpsins. Valin verk verða í kjölfarið til sýningar á vorin á örmyndahátíðinni Örvarpið í Bíó Paradís. Völdum verkum verða einnig gerð skil í sjónvarpi.

Hátíðin er ætluð öllum með áhuga á kvikmyndalist, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Sendu okkur myndina þína! 

 • Hverjir mega taka þátt í Örvarpinu?
  Allir sem hafa áhuga á kvikmyndalist.
   
 • Hvert er aldurstakmarkið?

  Það er ekkert aldurstakmark.
   

 • Þarf ég að hafa reynslu af kvikmyndagerð?

  Nei, áhugi og vilji er allt sem þarf.
   

 • Hversu gamlar mega myndirnar vera?

  Það skiptir engu máli en skila þarf efninu á tölvutæku formi í gegnum vefinn.
   

 • Má senda inn tónlistarmyndband?

  Ef þú telur að það standi sem sjálfstætt verk er það alveg sjálfsagt. (Gættu þó að höfundarrétti tónlistarinnar).
   

 • Hvað er örmynd?

  Örmynd er mjög stutt kvikmynd. Örmynd segir sögu, lýsir atburði eða aðstæðum og/eða skapar myndræna upplifun.
   

 • Get ég sent ykkur fyrirspurn eða fengið frekari upplýsingar?

  Já, við erum með netfangið: orvarpid@ruv.is

Hafðu samband:

orvarpid(hjá)gmail.com

Ítarefni

Engin frétt fannst